1. deildin í hestaíþróttum Arnhildur fyrsti sigurvegari 1. deildarinnar

  • 21. apríl 2024
  • Fréttir
Uppskeruhátíð 1. deildarinnar var haldin hátíðlega í gærkvöldi

Keppni í fyrstu deildinni lauk í gær með keppni í gæðingaskeiði sem Ingibergur Árnason vann. Um kvöldið var síðan haldin Uppskeruhátíð deildarinnar þar sem veitt voru ýmis verðlaun.

Stigahæsti knapi deildarinnar var Arnhildur Helgadóttir en hún átti góðu gengi að fagna í vetur. Hún vann gæðingalistina, fimmganginn og töltið í deildinni og endaði með 52,5 stig. Arnhildur hlaut einnig reiðmennskuverðlaunin.

Önnur í einstaklingskeppninni varð Guðmunda Ellen Sigurðardóttir með 43,75 stig og þriðja varð Birna Olivia Ödkvist með 40,5 stig.

Stighæsta liðið var lið Sportfáka með 354 stig en liðsmenn voru þau Anna Björk Ólafsdóttir, Arnhildur Helgadóttir, Erlendur Ari Óskarsson, Ingibergur Árnason og Snorri dal.

Lið Heimahaga varð í öðru sæti 342 stig og í því þriðja varð Vindás/Stóðhestaval með 304 stig.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar