1. deildin í hestaíþróttum Arnhildur vann töltið örugglega

  • 18. apríl 2024
  • Fréttir

Arnhildur Helgadóttir og Vala frá Hjarðartúni Mynd: 1. deildin í hestaíþróttum

Niðurstöður úr töltinu í 1. deildinni í hestaíþróttum.

Í dag fór fram næstsíðasta mót 1. deildarinnar í hestaíþróttum en keppt var í 100 m. skeiði í Víðidalnum í Fáki og síðan í tölti í Samskipahöllini í Spretti.

Arnhildur Helgadóttir vann töltið örugglega á Völu frá Hjarðartúni en þær hlutu 8,00 í einkunn og til gamans má geta að Arnhildur og Vala unnu einnig gæðingalistina fyrr í vetur. Arnhildur keppir fyrir lið Sportfáka sem stendur efst í liðakeppninni fyrir lokamótið.

Í öðru sæti varð Guðmunda Ellen Sigurðardóttir á Flaumi frá Sólvangi með 7,28 í einkunn og í þriðja sæti varð Reynir Örn Pálmason á Ölfu frá Margrétarhofi með 7,22 í einkunn.

Liðaplattann í töltinu hlaut lið HorseDay en keppendur í töltinu voru þau Friðdóra Friðriksdóttir, Haukur Tryggvason og Anna S. Valdemarsdóttir.

Eins og staðan er núna fyrir lokamótið er Arnhildur efst í einstaklingskeppninni með 52,5 stig en Guðmunda Ellen veitir henni harða samkeppni og er önnur með 43 stig. Keppnin er því enn opin og verður spennandi að sjá hvernig leikar fara á laugardaginn en þá er síðasta mót deildarinnar og verður keppt í gæðingaskeiði.

Á laugardaginn verður einnig lokahóf deildarinnar og eru allir velkomnir á lokahófið að gleðjast með knöpum deildarinnar. Húsið opnar kl. 18:30 en Bessi Hressi er veislustjóri og dj. Atli Kanill mun sjá um að skemmta fólki eitthvað frameftir. Miðaverð er 11.900 kr. en miðapantanir sendast á skrifstofa@sprettarar.is.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður frá töltinu.

Tölt T1 – Fullorðinsflokkur – Meistaraflokkur

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni 8,00
2 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 7,28
3 Reynir Örn Pálmason Alfa frá Margrétarhofi 7,22
4 Gunnhildur Sveinbjarnardóttir Elva frá Auðsholtshjáleigu 7,11
5-6 Haukur Tryggvason Hrafney frá Hvoli 7,00
5-6 Friðdóra Friðriksdóttir Hallsteinn frá Hólum 7,00

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Arnhildur Helgadóttir Vala frá Hjarðartúni 7,50
2 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum 7,13
3 Reynir Örn Pálmason Alfa frá Margrétarhofi 7,10
4 Gunnhildur Sveinbjarnardóttir Elva frá Auðsholtshjáleigu 7,03
5 Friðdóra Friðriksdóttir Hallsteinn frá Hólum 6,93
6 Haukur Tryggvason Hrafney frá Hvoli 6,83
7-8 Anna S. Valdemarsdóttir Kostur frá Þúfu í Landeyjum 6,80
7-8 Siguroddur Pétursson Sól frá Söðulsholti 6,80
9-10 Hermann Arason Náttrún Ýr frá Herríðarhóli 6,73
9-10 Birna Olivia Ödqvist Kór frá Skálakoti 6,73
11-12 Katrín Sigurðardóttir Ólína frá Skeiðvöllum 6,63
11-12 Kristín Ingólfsdóttir Ásvar frá Hamrahóli 6,63
13 Sigríður Pjetursdóttir Arnar frá Sólvangi 6,57
14-16 Sunna Sigríður Guðmundsdóttir Skál frá Skör 6,50
14-16 Haukur Bjarnason Kapteinn frá Skáney 6,50
14-16 Snorri Dal Aris frá Stafholti 6,50
17 Rakel Sigurhansdóttir Heiða frá Skúmsstöðum 6,43
18-19 Ylfa Guðrún Svafarsdóttir Astra frá Köldukinn 2 6,27
18-19 Ríkharður Flemming Jensen Trymbill frá Traðarlandi 6,27
20 Sigurður Halldórsson Radíus frá Hofsstöðum 6,07
21 Þorvarður Friðbjörnsson Gróa frá Þjóðólfshaga 1 6,00
22-23 Eysteinn Tjörvi K. Kristinsson Fortíð frá Ketilsstöðum 5,67
22-23 Anna Björk Ólafsdóttir Þota frá Hrísdal 5,67
24 Játvarður Jökull Ingvarsson Gutti frá Skáney 4,93

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar