Björg, Helga Rósa og Þóra sigurvegarar

  • 18. apríl 2024
  • Fréttir

1. flokkur tölt T3 - Mynd: Kvennatölt Borgfirðings.

Kvennatölt Borgfirðings fór fram í gær í reiðhöllinni í Borgarnesi.

Keppt var í þremur flokkum í tölti T3, T7 og T8. Björg María Þórsdóttir á Styggð frá Hægindum vann tölt T3 með 6,83 í einkunn. Helga Rósa Pálsdóttir vann tölt T7 á Fjörg frá Fornusöndum með 6,25 í einkunn og tölt T8 vann Þóra Árnadóttir á Tý frá Kópavogi en heildarniðurstöður mótsins eru hér fyrir neðan.

Reiðmennskuverðlaunin valin af dómurum hlaut Þóra Árnadóttir en það var farandgripur gefinn af Ragnheiði Samúlesdóttur. Dómarar völdu einnig glæsilegasta parið og urðu fyrir valinu Björg María og Styggð.

Best skreytta parið var Steinunn Brynja og Blika valið af nefndinni og hlaut Heiða Dís verðlaun fyrir best hirta hrossið, Djásn frá Ölvaldsstöðum.

 

Tölt T3
Fullorðinsflokkur – 1. flokkur

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Björg María Þórsdóttir Styggð frá Hægindi 6,83
2-3 Anna Dóra Markúsdóttir Stöð frá Bergi 6,50
2-3 Ásdís Sigurðardóttir Bragi frá Hrísdal 6,50
4 Guðný Margrét Siguroddsdóttir Reykur frá Brennistöðum 6,39
5 Iðunn Svansdóttir Hervar frá Snartartungu 6,33

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Björg María Þórsdóttir Styggð frá Hægindi 6,57
2 Anna Dóra Markúsdóttir Stöð frá Bergi 6,53
3-4 Guðný Margrét Siguroddsdóttir Reykur frá Brennistöðum 6,33
3-4 Ásdís Sigurðardóttir Bragi frá Hrísdal 6,33
5 Iðunn Svansdóttir Hervar frá Snartartungu 6,07
6-7 Hanna Sofia Hallin Sól frá Halakoti 5,93
6-7 Heiða Dís Fjeldsteð Djásn frá Ölvaldsstöðum IV 5,93
8 Guðný Margrét Siguroddsdóttir Vænting frá Hrísdal 5,77
9 Tinna Rut Jónsdóttir Áli frá Laugarvatni 5,70
10 Tinna Rut Jónsdóttir Höfðingi frá Hjallanesi 1 5,13

Tölt T7
Fullorðinsflokkur – 2. flokkur

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Helga Rósa Pálsdóttir Fjörg frá Fornusöndum 6,25
2 Halldóra Jónasdóttir Rökkvi frá Rauðanesi 1 6,17
3 Katrín Einarsdóttir Drangur frá Efsta-Dal II 6,08
4 Saga Björk Jónsdóttir Jónína Ingibjörg frá Grundarfirði 5,92
5 Guðrún Fjeldsted Polki frá Ósi 5,67

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Helga Rósa Pálsdóttir Fjörg frá Fornusöndum 6,30
2 Katrín Einarsdóttir Drangur frá Efsta-Dal II 6,03
3 Saga Björk Jónsdóttir Jónína Ingibjörg frá Grundarfirði 6,00
4-5 Halldóra Jónasdóttir Rökkvi frá Rauðanesi 1 5,77
4-5 Guðrún Fjeldsted Polki frá Ósi 5,77
6 Steinunn Brynja Hilmarsdóttir Blika frá Skjólbrekku 5,60
7 Anna Guðjónsdóttir Framherji frá Reykjavík 5,53
8-9 Nadine Elisabeth Walter Grund frá Kóngsbakka 5,37
8-9 Svala Svavarsdóttir Spes frá Spágilsstöðum 5,37
10 Eygló Anna O. Guðlaugsdóttir Örn frá Kirkjufelli 5,30
11 Guðbjörg Halldórsdóttir Þór frá Melabergi 4,93
12 Lára Kristín Gísladóttir Stikla frá Stóra-Ási 4,70
13 Inga Vildís Bjarnadóttir Ylur frá Fossi 4,53

Tölt T8
Fullorðinsflokkur – 3. flokkur

A úrslit
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Þóra Árnadóttir Týr frá Kópavogi 6,75
2-3 Ann Linda Denner Haukur frá Brekku í Þingi 5,50
2-3 Gunnhildur Ýrr Jónasdóttir Forkur frá Brimstöðum 5,50
4 Þuríður Ásta Sigurjónsdóttir Perseifur frá Holti 4,17
5-6 Ásdís Eva Halldórsdóttir Birkir frá Hurðarbaki 4,08
5-6 Þórhildur Harpa Gunnarsdóttir Rómeó frá Röðli 4,08

Forkeppni
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Þóra Árnadóttir Týr frá Kópavogi 6,87
2 Ann Linda Denner Haukur frá Brekku í Þingi 5,43
3 Gunnhildur Ýrr Jónasdóttir Forkur frá Brimstöðum 5,37
4 Ásdís Eva Halldórsdóttir Birkir frá Hurðarbaki 4,20
5-6 Þuríður Ásta Sigurjónsdóttir Perseifur frá Holti 3,93
5-6 Þórhildur Harpa Gunnarsdóttir Rómeó frá Röðli 3,93

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar