„Ég spái Tottenham alltaf tapi en það er meira óskhyggja en nokkuð annað“
Þá er komið að tuttugustu og níundu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.
Í síðustu umferð var það Ólafur Andri Guðmundsson sem var með þrjá rétta eins og er, en þremur leikjum í þessari umferð var frestað.
Tippari vikunnar er West-Ham maðurinn Guðni Halldórsson formaður LH.
Guðni er einn harðasti stuðningsmaður West Ham á Íslandi, fyrrum ársmiðahafi á Upton Park og gengur jafnan í West Ham nærfötum.
Spá Guðna:
AFC Bournemouth 2-2 Fulham
Bæði lið búin að vera dugleg að fá á sig mörk. Skipta með sér stigunum í leik sem flestum er sama um.
Arsenal 3-0 Leeds United
Arsenal á rönni og rúlla yfir Leedsara þrátt fyrir öll þeirra glæsilegu „Man Bun“
Brighton & Hove Albion 2-0 Brentford
Ekta miðjudeildarslagur en strákarnir af suðurströndinni eru í stuði þessa dagana og sigla þessu heim.
Annar miðjudeildarslagur. Peaky Blinders strákarnir mæta í höfuðborgina og ræna sigrinum af millunum í Chelsea, enda þekkja þeir ekki einu sinni hvern annan með nafni eftir endalaust innflæði leikmanna.
Crystal Palace 3-1 Leicester City
Púff.. bæði lið aðallega í því að tapa og Palace ekki unnið leik á árinu. Roy er kominn til að snúa við gengi Palace og byrjar á stórsigri. Vardy tvöfaldar markafjölda tímabilsins og skorar fyrir Leicester.
Ég spái Tottenham alltaf tapi en það er meira óskhyggja en nokkuð annað.
Liverpool munu ekki sjá til sólar og tapa þriðja leiknum í röð, sannfærandi.
Newcastle United 1-2 Manchester United
Norðlenskir áhorfendur mæta trylltir til leiks í rigningunni og hvetja sína menn áfram sem aldrei fyrr. Casemiro í banni og Rashford meiddur þannig þetta verður strögl hjá ManU en þeir munu þó merja sigur.
Nottingham Forest 0-0 Wolverhampton
Skógarmenn mæta með leynivopn í þennan leik og stilla Lingardinho upp í fremstu víglínu. Það mun alls ekki virka og niðurstaðan verður steindautt jafntefli í þessum botnslag.
West Ham United 5-0 Southampton
Án efa stórleikur umferðarinnar þar sem Hamrarnir sýna allar bestu hliðar fótboltans og leiftrandi sóknarbolta frá upphafi til enda. Verður unun á að horfa fyrir þá sem verða ekki í Herning á Icehorse Festival með mér.
Staðan:
Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir
Ingibjörg Guðmundsdóttir 7 réttir
Guðmundur Björgvinsson 6 réttir