Suðurlandsdeildin „Góð samvinna og mikill metnaður“

  • 27. apríl 2024
  • Fréttir
Viðtal við Sigurð sem var stigahæsti atvinnumaðurinn í Suðurlandsdeild SS

Sigurður Sigurðarson stóð sig vel í Suðurlandsdeild SS í vetur og endaði sem stigahæsti atvinnumaðurinn. Hann keppti fyrir lið Krappa sem endaði í öðru sæti í liðakeppninni.

Ég vissi nú ekki að þetta væri einstaklingskeppni fyrr en í dag þegar átti að fara veita verðlaunin svo þetta kom mér á óvart. Við vorum aðallega að hugsa um liðabikarinnar og enduðu í 2. sæti þar. Það var virkilega skemmtilegt og langar mig að þakka mínum liðsmönnum fyrir frábærann vetur. Allir að reyna standa sig eins vel og hægt er, góð samvinna og mikill metnaður hjá öllum,“ segir Sigurður en hann keppti í parafimi, fimmgangi, skeiði og tölti á hrossum úr sinni ræktun. Sigurður vann m.a. skeiðið í gegnum höllina á Dróma frá Þjóðólfshaga en hann er undan Drífu frá Hafsteinsstöðum sem er mörgum eftirminnileg.

Deildin er alltaf að verða sterkari og sterkari en ég held hún hafi aldrei verið eins öflug og hún var í vetur. Liðin eru að koma öflugari til leiks og mikil breyting orðið á styrkleika í áhugamannaflokknum. Umgjörðin var einnig frábær og vel að deildinni staðið og vil ég þakka þeim sem héldu utan um hana. Virkilega góður andi yfir öllu í vetur,“ segir Sigurður að lokum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar