Hestar drepnir af úlfum í Svíþjóð

  • 11. apríl 2024
  • Fréttir
Árásir af þessu tagi ekki algengar en þekkjast þó

Fjallað var um það á vef Eiðfaxa fyrr í vetur að gífurleg fjölgun úlfa á meginlandi Evrópu væri orðinn raunveruleg ógn við búfjárhald og þar á meðal hestahald.

Sú frétt virðist ekki hafa verið úr lausu lofti gripin því nú hafa úlfar drepið tvo hesta af smáhestakyninu Shetlandspony í Svíþjóð. Hestarnir voru staðsettir rétt norður af Norrtälje sem er á stór Stokkhólmssvæðinu. Það er sænski hestamiðillinn Ridsport sem fyrst greindi frá.

Árásir af þessu tagi eru ekki algengar í Svíþjóð, samanborið við önnur Evrópulönd líkt og Þýskaland og Holland. Hrosss hafa ekki oft orðið fyrir árásum úlfa í Svíþjóð en þó er vitað um nokkur önnur tilfelli þar sem úlfar hafa drepið folöld og fullorðinn hross af minni hestakynjum. Á þessu sama svæði og hestarnir voru drepnir er algengt að úlfar leggist á sauðfé og annað búfé.

 

Blái punkturinn á myndinni sýnir það svæði þar sem árásin átti sér stað.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar