Hestasveinn óskast í kvikmyndaverkefni

  • 14. mars 2024
  • Fréttir
Rvkstudios eru að leita að áhugasömum og metnaðarfullum einstaklingi til að starfa sem hestasveinn (e. groom).

Aðilinn þarf að geta byrjað á mánudaginn næsta, 18. mars og stendur verkefnið út júní. Þetta er starf í nágrenni við Hveragerði og Selfoss og er möguleiki á fullu starfi og hlutastarfi.

Helstu verkefni og ábyrgðir

  • Útlit og heilbrigði hesta
  • Gera hesta klára fyrir þjálfun
  • Kemba og hreinsa úr hófum
  • Skipta faxi
  • Baða
  • Huga að andlegu ástandi hestsins

Hæfniskröfur

  • Umhugað um hesta
  • Metnaður og áhugi fyrir umhirðu hesta
  • Reynsla á því að umgangast hesta
  • Vitneskja á helstu einkennum hesta sjúkdóma
  • Bílpróf
  • Kostur ef einstaklingur er búsettur í nágrenni við verkefnið

Umsóknir berist til sollilja@rvkstudios.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar