Hin hliðin – Rútur Pálsson

  • 3. febrúar 2021
  • Fréttir

Hin hlið Eiðfaxa heldur áfram að ljóstra upp lítt þekktum staðreyndum um hestamenn nær og fjær, til sjávar og sveita.

Í síðustu viku skoraði Sigurður Ævarsson á Rút Pálsson hrossabónda á Skíðbakka.

Það stóð ekki á svörum úr Landeyjunum.

 

Fullt nafn: Rútur Pálsson

Gælunafn: Rútur

Starf: Landbúnaðarverkamaður

Aldur: 62

Stjörnumerki: Tvíburi

Hjúskaparstaða: Í góðum höndum

Uppáhalds drykkur: Græni morgundrykkurinn sem konan mín gefur mér, hann gerir mér gott (þetta er það sterkasta sem ég drekk).

Uppáhalds matur: Lambakjöt

Uppáhalds matsölustaður: Skíðbakki 1

Hvernig bíl áttu: Land cruiser

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Sakamálaþættir

Uppáhalds tónlistarmaður: Bob Dylan

Fyndnasti Íslendingurinn: Sóli Hólm

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Ég forðast alla bragðarefi

Þín fyrirmynd: Pabbi og bræður hans. Í hestamennskunni er það Bergur í Steinum

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Hermann Árnason, þá sérstaklega í stelpunum hér í denn.

Sætasti sigurinn: Eiginkonan

Mestu vonbrigðin: Gleymi þeim strax

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Selfoss

Uppáhalds lið í enska boltanum: Man Utd

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Kolfinn frá Kjarnholtum. Alvöru rými.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Siggi minn Steingrímsson

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Allir hafa sína sérstöku fegurð

Besti knapi frá upphafi: Albert Jónsson

Besti hestur sem þú hefur prófað: Stíganda frá Hesti og Sel frá Seljalandsseli fékk ég að prófa sem unglingur og eru þeir mér ógleymanlegir.

Uppáhalds staður á Íslandi: Heimilið

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Kyssa konuna

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Mest handbolta

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: sennilega í íþróttum

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Stærðfræði og ýmsum óknyttum með Hermanni

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég eitt sinn skrapp með meri undir stóðhest og uppgötvaði er heim var komið að ég hafði óvart rænt heimilishundinum.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Dalsgarðsbræður

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Man mun betur nöfnin á kindunum mínum heldur en afmælisdaga fjölskyldumeðlima.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Konan mín – kemur sífellt á óvart

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Ég mundi vilja spyrja Ingólf Arnarson „How do you like Iceland“ ?

 

Ég skora á vinkonu mína Birgittu Bjarnadóttur að sýna á sér hina hliðina.

 

 

 

Hin hliðin – Sigurður Ævarsson

Hin hliðin – Kári Steinsson

Hin hliðin – Auður Stefánsdóttir

Hin hliðin – Daníel Jónsson

Hin hliðin – Kóki Ólason

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar