Hin hliðin – Sigurður Ævarsson

  • 27. janúar 2021
  • Fréttir

Hin hlið Eiðfaxa er nú komin á fullt að nýju eftir gott jóla og áramótahlé og heldur áfram að ljóstra upp lítt þekktum staðreyndum um hestamenn nær og fjær, til sjávar og sveita. Í þessari viku ætlum við að kynnast hinni hliðinni á dómaranun, dekkjakallinum og félagsmálatröllinu Sigurði Ævarssyni.

 

 

Fullt nafn: Sigurður Emil Ævarsson

Gælunafn: Siggi Ævars

Starf: Dekkjakall

Aldur: 58 ára

Stjörnumerki: Sporðdreki

Hjúskaparstaða: Vel giftur

Uppáhalds drykkur: Vatn, kaffi, bjór í þessari röð

Uppáhalds matur: Algjörlega elska að borða góðan mat ekki síst í góðum hópi allt kjöt er í uppáhaldi lambakjöt efst þar

Uppáhalds matsölustaður: Allir staðir sem bjóða uppá kjöt

Hvernig bíl áttu: Held að hann heiti Nissan

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Allir þessir ofurþættir á Alendis

Uppáhalds tónlistarmaður: Hinni Þór, Hlynur á Voðmúlastöðum að ógleymdum konsertmeisturum Baukavinafélagsinns Úlfari Alberts og Hilmari Úlfars

Fyndnasti Íslendingurinn: Kóngarnir Laddi og Ari Eldjárn

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber bláber og daim en annars klikkar ís aldrei

Þín fyrirmynd: Allt gott fólk sem ég þekki reyni yfirleitt að tileinka mér góða hluti frá fólki

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Elli Sig. Ég lenti í þreföldum bráðabana við hann á stórmóti á Vindheimamelum og hann vann

Sætasti sigurinn: Vann Tómas heitinn Ragnarsson í 150m skeiði á Berki frá Kvíabekk,en hann vann seinni umferð á betri tíma

Mestu vonbrigðin: Þegar Reynir Hjartarson tók mig í byggingardóm á LH þingi í Borgarnesi

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: FH og Baukavinafélagið

Uppáhalds lið í enska boltanum: Eitthvað annað en viðmælandi minn hverju sinni

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Við áttum hest sem hét Hugur frá Skarði, Atlasonur, frábær hestur og karakter sem gat allt,allir í fjölskyldunni notuðu hann og nutu bæði í keppni og ferðum,ómetanlegir hestar

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Sem dómari sé ég svo marga frábærlega efnilega knapa frábæra íþróttakrakka sem eru svo gjörsamlega frábær í hestamennsku og íþróttamennsku

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Höskuldur á Hofstöðum

Besti knapi frá upphafi: Sigurbjörn Bárðarson er kóngurinn þegar allt er talið

Besti hestur sem þú hefur prófað: Blær frá Sauðárkróki 1982 minningin er dásamleg

Uppáhalds staður á Íslandi: Hesthúsið

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Hugsa jákvætt um að næsti dagur verði ekki minna frábær eins og sá sem er að líða

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Mjög mikið nánast alæta en handbolti er þar efstur

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Eðlis og efnafræði

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íþróttum og samtalsfræðum sem var reyndar ekki á kennsluplani þá

Vandræðalegasta augnablik: Mjög mörg,við Dóra vorum úti í svíþjóð með þrjá spræka gaura, ömmu og afabörn. Eftir nokkuð langan dag komum við við í stórmarkaði á heimleið, og þeir orðnir þreyttir og nenntu ekki inn með okkur. Ég setti upp einhvern leik, sá dvergastyttur fyrir framan búðina, og sagði við þá að sá sem sæi fleiri dverga fengi verðlaun. Þeir komu með inn, en í þann mund sem við erum að ganga inn í búðina kemur rúta frá einhverju sambíli eða eitthvað svoleiðis, full rúta af lágvöxnu fólki, og þeir gjörsamlega trylltust í talningum og bendingum, Dóra brjáluð, og ég í meira lagi aumingjalegur en feginn að enginn skildi hvað sagt var.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Dóru af því hún reddar flestu og Sævar Leifsson hann reddar því sem uppá vantar og svo Hinna Þór til að hafa eitthvað að lesa

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Gat gengið á höndunum annsi lengi fram eftir ævinni

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Treysti alltaf fólki og því góða, ef það klikkar þá er ég alltaf jafn hissa, þeir eru fáir og best gleymdir

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Jesú af hverju?

 

Ég skora á stórsnillingin Rút Pálsson á Skíðbakka

 

 

Hin hliðin – Kári Steinsson

Hin hliðin – Auður Stefánsdóttir

Hin hliðin – Daníel Jónsson

Hin hliðin – Kóki Ólason

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar