Mestu vonbrigðin að vera dæmd úr leik á HM 2019

  • 20. september 2021
  • Fréttir

Glódís Rún Sigurðardóttir og Trausti frá Þóroddsstöðum á HM2019

Yngri hliðin - Glódís Rún Sigurðardóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Jóhanna Guðmundsdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Glódísi Rún Sigurðardóttur sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Glódísar sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

Fullt nafn? Glódís Rún Sigurðardóttir

Gælunafn? Gló magnaða

Hestamannafélag? Sleipnir

Skóli? Stúdent frá Fjölbrautaskóla Suðurlands núna í vor og fer svo bráðum að skella mér á Hóla

Aldur? 19 ára

Stjörnumerki? Vatnsberi

Samskiptamiðlar? Instagram, Facebook, Snapchat og TikTok

Uppáhalds drykkur? Pepsi max

Uppáhaldsmatur? Pizza og Sushi

Uppáhalds matsölustaður? Nýja mathöllin á Selfossi

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Lucifer

Uppáhalds tónlistarmaður? Pop smoke og Post malone

Fyndnasti Íslendingurinn? Skúli Þór Jóhannsson alltaf gaman að vera í kringum hann, algjör meistari!

Uppáhalds ísbúð? Huppa

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðarber, hockey pulver, daim og karmelluídýfa

Þín fyrirmynd? Pabbi

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Védís Huld, hún er alltof góð

Sætasti sigurinn? Þegar ég vann Landsmót í þriðja sinn 2014 á Hellu á Kamban frá Húsavík. Það var eitthvað við það að ná þrennu.

Mestu vonbrigðin? Að vera dæmd úr leik á HM 2019 í fimmgangi Ungmenna á röngum forsendum

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Ekkert

Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Ósk frá Íbishóli, gæðingamóðir.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Ísbella Rún Arnarsdóttir

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Ragnhildur Haraldsdóttir er algjör skvísa!

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Nils Christian Larsen

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn – Jói Skúla – Diddi Bárðar allir einstakir á sinn hátt

Besti hestur sem þú hefur prófað? Evert frá Slippen og Snillingur frá Íbishóli

Uppáhalds staður á Íslandi? Sunnuhvoll

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Tékka hvort að vekjaraklukkan sé ekki örugglega stillt.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Það er ekki margt annað sem vekur áhuga minn en það kemur alveg fyrir að ég fylgist með fótbolta.

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Sundi

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Fá leyfi til að geta verið úti hesthúsi frekar

Vandræðalegasta augnablik? Þegar ég var að reyna að taka af stað á ljósum á beinskiptum bíl í brekku með 10 bíla röð fyrir aftan mig og missti svo af græna ljósinu því ég drap alltaf á, ég var ekkert sérstaklega vinsæl þá

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Ragnar Snæ, Védísi Huld og Kristján Árna. Við erum gott team

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Er á lausu

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Teitur Árnason – algjör meistari, yfirburða knapi og hjálpsamur

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Ég myndi spyrja Guð – hvað gerist þegar maður deyr?

Ég skora á Kristján Árna Birgisson

 

Yngri hliðin – Jóhanna Guðmundsdóttir

Yngri hliðin – Hákon Dan Ólafsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar