„Munum halda frábært Landsmót árið 2026″

  • 23. nóvember 2020
  • Fréttir

laugardaginn 21. nóvember skrifuðu fulltrúar Landsmóts ehf, Hestamannafélagssins Skagfirðings og sveitarfélaganna Skagafjarðarbæjar og Akrahrepps undir samning um að Landsmót hestamanna árið 2026 verði haldið á Hólum í Hjaltadal.

Elvar Einarsson er formaður hestamannafélagsins Skagfirðings en hann undirritaði samninga fyrir hönd síns félags. Íslandsmótið í hestaíþróttum verður haldið á Hólum sumarið 2021 þannig að það er að nógu að huga hjá þessu öfluga hestamannafélagi. Aðstaðan á Hólum þykir góð og þar er mikið hesthúspláss en Brúnastaðahúsið eitt og sér tekur tæplega 300 hross í stíur.

Blaðamaður Eiðfaxa var á staðnum þegar Landsmótssamningar voru undirritaðir og hann tók Elvar tali og spurði hann út í framhaldið.

Viðtalið má hlusta á hér að ofan.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar