Nýr formaður Hestamannafélagsins Spretts

  • 5. apríl 2024
  • Fréttir

Stjórn Spretts. F.v. Lilja Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri félagsins, Hermann Vilmundarson, Davíð Áskelsson, Jónína Björk Vilhjálmsdóttir, formaður Spretts, Katla Gísladóttir, Sigurbjörn Eiríksson, Lárus Sindri Lárusson og Haraldur Pétursson

Aðalfundur félagsins fór fram þann 3. apríl

Þar var m.a. kosið um nýjan formann félagsins en valið stóð á milli Jónínu Bjarkar Vilhjálmsdóttur og Davíðs Áskellssonar. Sverrir Einarsson gaf ekki áfram kost á sér til formannssetu en hann hafði setið í því embætti síðan 2019.

Fór það svo að Jónína Björk fékk töluvert fleiri atkvæði og er því nýr formaður Spretts sem er fjölmennasta Hestamannafélag landsins með 1716 félagsmenn.

Jónína er sviðsstjóri Þróunar hjá EFLU verkfræðistofu og situr í framkvæmdastjórn félagsins. Hún er viðskiptafræðingur með meistarapróf í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands.

“Ég er þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt, að vera kosin formaður Spretts. Á fundinn voru mættir yfir 250 félagsmenn og ljóst að mannauðurinn í félaginu okkar er mikill. Stjórn Spretts er skipuð öflugum félagsmönnum með víðtæka reynslu og á það sameiginlegt að hafa mikinn metnað fyrir framtíð Spretts, stærsta hestamannafélagi landsins. Næsta verkefni er að halda Landsmót 2024 með Fáki í sumar og hlakka ég til að stíga inn í það verkefni með stjórn félagsins.” Sagði Jónína í samtali við Eiðfaxa.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar