Landsmót 2024 Sjálfboðaliðar á Landsmóti!

  • 13. mars 2024
  • Fréttir
Sjálfboðavinna á Landsmóti er góður vettvangur fyrir þá sem vilja kynnast öðru áhugafólki um hestamennsku

Á vef Landsmóts hestamanna má nú finna upplýsingar til þeirra sem vilja leggja sitt á vogarskálarnar við Landsmót og starfa sem sjálfboðaliðar.

Sjálfboðavinna á Landsmóti er góður vettvangur fyrir þá sem vilja kynnast öðru áhugafólki um hestamennsku og við vonum að sjálfboðaliðarnir okkar upplifi mótið sem skemmtilega og gagnlega lífsreynslu. Við kunnum sannarlega að meta framlag þitt og vonum að það geri gott Landsmót enn betra. Velkomin til starfa á Landsmóti 2024!

Sjálfboðaliðar sem taka þátt í Landsmóti vinna a.m.k. fjórar vaktir á meðan mótinu stendur. Þeir sem eru áhugasamir geta þó að sjálfsögðu tekið að sér fleiri vaktir því verkefnin eru næg. Hver vakt varir í 6 klukkustundir og er sjálfboðaliðum skipt niður í hópa sem fá síðan úthlutað ákveðið ábyrgðarsvið eða verkefni.

Sjálfboðaliðar á mótinu njóta ýmissa fríðinda en nánar má lesa um það með því að smella hér.

Yfirlitsmynd Víðidalur

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar