Skýr frá Skálakoti með flest skráð afkvæmi á vorsýningum

  • 8. júní 2020
  • Fréttir Uncategorized @is

Eiðfaxi hefur síðustu daga rýnt í skráningar fyrir vorsýningar kynbótahrossa hér á Íslandi. Í síðustu viku kom samantekt um þá knapa sem hafa flestar skráðar sýningar þetta vorið en nú er röðin komin að þeim stóðhestum sem eiga flest skráð afkvæmi.

Þrír hestar bera nokkuð af hvað fjölda afkvæma varðar þetta árið. Þetta eru þeir Skýr frá Skálakoti með 35 skráð afkvæmi. Þar á eftir er Sleipnisbikarhafinn Spuni frá Vesturkoti með 33 skráð afkvæmi og skammt á eftir siglir svo Konsert frá Hofi með 30 skráð afkvæmi þegar þetta er skrifað.

Topplistinn yfir helstu ættfeðurna lítur annars svona út (með fyrirvara um mannleg mistök)

  • Skýr frá Skálakoti – 35 skráð afkvæmi
  • Spuni frá Vesturkoti – 33 skráð afkvæmi
  • Konsert frá Hofi – 30 skráð afkvæmi
  • Ómur frá Kvistum – 23 skráð afkvæmi
  • Stáli frá Kjarri – 22 skráð afkvæmi
  • Hrannar frá Flugumýri – 21 skráð afkvæmi
  • Óskasteinn frá Íbishóli – 18 skráð afkvæmi
  • Ölnir frá Akranesi – 17 skráð afkvæmi
  • Sjóður frá Kirkjubæ – 16 skráð afkvæmi
  • Jarl frá Árbæjarhjáleigu – 14 skráð afkvæmi
  • Álfur frá Selfossi – 13 skráð afkvæmi
  • Loki frá Selfossi – 13 skráð afkvæmi
  • Arður frá Brautarholti – 12 skráð afkvæmi
  • Trymbill frá Stóra-Ási – 11 skráð afkvæmi
  • Kjerúlf frá Kollaleiru – 9 skráð afkvæmi

Rétt er að ítreka að hér er aðeins um skráð afkvæmi á vorsýningar hérlendis að ræða og því sýningar erlendis ekki teknar með í reikninginn. Einnig eru sum afkvæmi skráð oftar en einu sinni sem kann að skekkja niðurstöður lítillega.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar