Sýninkennsla um gæðingakeppni með Gústafi Ásgeiri

  • 17. apríl 2024
  • Fréttir

Gústaf Ásgeir hefur keppt í gæðingafimi frá því hann var barn hér á myndinni á Landsmóti 2006 á Sóloni frá Sauðárkróki

Fræðslunefnd Geysis

Framundan er þriðji viðburðurinn sem fræðslunefnd Hestamannafélagsins Geysis stendur fyrir þetta tímabilið. Í ár er Landsmóts ár og því gríðarlega vel við hæfi að fá innlegg um þjálfun fyrir Gæðingakeppni.

Gústaf Ásgeir heldur sýnikennslu um gæðingakeppni á Árbakka í samstarfi við Fræðslunefnd Geysis fimmtudaginn 18. apríl kl. 19:00.

Gústaf Ásgeir Hinriksson sigraði A-flokk á fjórðungsmóti Austurlands 2024 á glæsihestinum Bjarma frá Litlu-Tungu með 9,35 í einkunn.

Gústaf Ásgeir mun gefa okkur innsýn og hugmyndir um hvað hann leggur upp með við þjálfun sinna hesta í undirbúningi fyrir gæðingakeppni.

Frábært tækifæri til að undirbúa sig fyrir gæðinga úrtökur vorsins og að sjálfsögðu Landsmót hestamanna sem fram fer í Víðidal í Reykjavík 1. – 7. júlí.

Sameiginleg úrtaka Kóps, Sindra, Geysis og Jökuls fer fram 8. og 9. júní.

Fræðslunefnd Geysis

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar