Þýska meistaramótið – Lisa Drath heldur áfram að gera það gott

  • 19. september 2020
  • Fréttir

Lisa Drath er þýskur meistari í samanlögðum fjórgangsgreinum á Kjalari frá Strandarhjáleigu mynd: Neddenstierfoto/Isibless

Það var mikið um að vera í dag á þýska meistaramótinu en helstu keppnisgreinar dagsins voru forkeppni í fimmgangi og b-úrslit í tölti. Á morgun er svo úrslitadagur auk þess að keppt verður í 100 metra skeiði.

Lisa Drath heldur áfram að gera góða hluti á mótinu en hún er bæði í 1 og 2 sæti í fimmgangi að lokinni forkeppni. Hún er með þá Byr frá Strandarhjáleigu og Bassa frá Efri-Fitjum jafna með einkunnina 7,10. Lilja Thordarson gerði einnig góða hluti en hún er bæði í  3 og 4 sæti á þeim Eldi og Skúla frá Árbæjarhjáleigu II.
Öll úrslit í fimmgangi má nálgast með því að smella hér.

Lisa og Byr frá Strandarhjáleigu mynd: Neddenstierfoto/Isibless

Lisa gerði sér einnig lítið fyrir og er þýskur meistari í fjórgangsgreinum á Kjalari frá Strandarhjáleigu.

Steffi Svendsen ávann sér þátttökurétt í A-úrslitum í tölti þegar hún stóð efst í b-úrslitum á Sjóla von Teland með einkunnina 7,44.

Hægt er að kaupa sér aðgang að beinni útsendingu með því að smella hér.

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar