Vökrustu hrossin undan Trymbli frá Stóra-Ási

  • 6. desember 2021
  • Fréttir

Trymbill frá Stóra-Ási, knapi Metta M. Mannseth

Af þeim stóðhestum sem eiga 10 eða fleiri dæmd afkvæmi á árinu

Þegar öllum kynbótasýningum er lokið er hægt, með hjálp Worldfengs, að setjast niður og reikna út hin ýmsu meðaltöl hrossaræktendum til gagns og fróðleiks.

Eiðfaxi birti í fyrra lista yfir stóðhesta, með ákveðinn fjölda afkvæma, og hverjir af þeim væru að skila hæstu einkunnum fyrir ákveðna eiginleika í sköpulagi og hæfileikadómi. Eiðfaxi ætlar að gera það sama í ár og byrja á því að skoða meðaltal einkunna afkvæma sem komu til fullnaðardóms á árinu fyrir skeið.

Alls eru 29 stóðhestar sem eiga 10 eða fleiri dæmd afkvæmi á árinu.

Af þeim stóðhestum sem eiga 10 eða fleiri dæmda afkvæmi í ár eru afkvæmi Trymbils frá Stóra-Ási með hæstu meðaleinkunn fyrir skeið en þau hlutu 7,97 fyrir þann eiginleika. Alls átti hann 16 sýnd afkvæmi í ár sem eru 5,9 vetra að meðaltali.

Næstur honum er Spuni frá Vesturkoti með 37 dæmd afkvæmi sem eru 6,8 vetra að meðaltali með einkunnina 7,93. Kiljan frá Steinnesi er þriðji með 14 dæmd afkvæmi sem eru 6,8 vetra að meðaltali en einkunn þeirra er 7,89 að meðaltali en hann átti vökrustu afkvæmin í fyrra.

Athygli vekur að afkvæmi Skagans eru ofarlega á lista, fjórðu í röðinni, en meðalaldur þeirra er 4,9 ár og með meðaleinkunina 7,75.

Hér er listi yfir alla þá stóðhesta sem eiga 10 eða fleiri fullnaðardæmd afkvæmi á árinu raðað eftir meðaleinkunn fyrir skeið.

Nafn Fjöldi afkvæma Meðalaldur Skeið
Trymbill frá Stóra-Ási 16 5,9 7,97
Spuni frá Vesturkoti 37 6,8 7,93
Kiljan frá Steinnesi 14 6,8 7,89
Skaginn frá Skipaskaga 10 4,9 7,75
Eldur frá Torfunesi 11 6,3 7,64
Stáli frá Kjarri 35 6,7 7,30
Óskasteinn frá Íbishóli 16 6,6 7,16
Ómur frá Kvistum 33 6,4 7,11
Arion frá Eystra-Fróðholti 29 5,8 7,10
Hrannar frá Flugumýri II 30 5,6 7,08
Ölnir frá Akranesi 34 5,4 7,01
Konsert frá Hofi 51 5,1 7,01
Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum 10 5,6 7,00
Arður frá Brautarholti 10 6,6 6,90
Jarl frá Árbæjarhjáleigu 13 6,5 6,88
Sjóður frá Kirkjubæ 20 6,3 6,88
Skýr frá Skálakoti 37 5,3 6,85
Viti frá Kagaðarhóli 13 5,7 6,42
Álfasteinn frá Selfossi 15 7,1 6,33
Álfur frá Selfossi 27 7,2 6,28
Hnokki frá Fellskoti 23 5,5 6,09
Hróður frá Refsstöðum 10 6,2 6,05
Draupnir frá Stuðlum 11 4,3 5,95
Herkúles frá Ragnheiðarstöðum 14 5,9 5,64
Krákur frá Blesastöðum 1A 10 8,4 5,60
Hringur frá Gunnarsstöðum 12 4,8 5,46
Loki frá Selfossi 18 6,8 5,36
Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum 11 5,3 5,23
Hreyfill frá Vorsabæ 11 5,5 5,14

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar