Vorið er komið í Hornafirði

  • 20. apríl 2024
  • Fréttir
Folald fætt á bænum Bjarnanesi

Með hverjum degi sem líður styttist í vorið og víða um land er það farið að minna á sig með hækkandi sólu og komu farfugla. Einn helsti vorboðinn fyrir okkur hestamenn er þegar styttast fer í það að folaldshryssur kasti og vonin um framtíðargæðing kveiknar.

Í Bjarnanesi í Nesjum í Hornafirði er nú þegar fyrsta folald vorsins komið á legg, óvenju snemma miðað við það sem gengur og gerist, ræktandi þess er Olgeir Karl Ólafsson hrossaræktandi í Bjarnanesi.

Nú í vikunni kastaði glæsihryssan Komma frá Bjarnaesi hestfolaldi undan Glæsi frá Lækjarbrekku 2. Komma er undan Keili frá Miðsitju og Snældu frá Bjarnanesi, Komma hlaut á sínum tíma 1.verðlaun í kynbótadómi og þar á meðal 9,5 fyrir hægt tölt, 9 fyrir tölt, brokk, vilja og geðslag og fegurð í reið. Hún var einnig á meðal fremstu keppnishrossa landsins undir Eyjólfi Þorsteinssyni. Glæsir er 1.verðlauna stóðhestur úr ræktun Pálma Guðmundssonar undan Vilmundi frá Feti og Gullveigu frá Feti.

Folaldið er bleikálóttur stjörnóttur hestur sem hefur verið nefndur Pálmigeir, til greina kom nafnið Kommi en samkvæmt Olgeiri varð nafnið sem nefnt hefur verið ofan á sökum pólítískrar skoðanna Pálma, ræktanda Glæsis, en nafnið Kommi gæti fallið illa í kramið hjá honum.

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar