Ágiskunarleikur Eiðfaxa – Verðlaun í boði!!

  • 29. janúar 2020
  • Fréttir
Nú þegar meistaradeildin er að hefja göngu sína og dregið hefur verið í rásröð í fjórgangi er ekki úr vegi að fara af stað með ágiskunarleik.

Eiðfaxi ætlar að standa fyrir þessum leik fyrir allar greinar í meistaradeildinni  í vetur.

Allir geta tekið þátt með því að  skrifa í kommenta kerfið á facebook hverjir þau telja að ríði til úrslita og hver standi uppi sem sigurvegari í hverri keppnisgrein. Í boði fyrir hverja grein verða verðlaun fyrir þann sem hlutskarpastur er.

Nú er í verðlaun ársmiði á Meistaradeildina, en miðin gildir á öll keppniskvöldin. Það gefur að skilja að hann nýtist ekki annað kvöld þegar fjórgangur fer fram en á öll kvöld eftir það.

Til þess að koma þessu öllu af stað höfum við fengið fjóra hestamenn til þess að spá fyrir um úrslit. Eru þessir aðilar fulltrúar síns landshluta.

Endilega að taka þátt á facebook og spá fyrir um hvernig þú telur að endanleg niðurstaða verði að úrslitum loknum og þú getur unnið ársmiða á meistaradeildina!

 Ráslistan er að finna hér

Reglurnar eru einfaldar.

15 stig fást fyrir að vera með réttan sigurvegara
10 stig fást fyrir að vera með par í rétttu sæti
5 stig fást fyrir að vera með rétt par í úrslitum

 

Austurland

Einar Ben Þorsteinsson – frístundabóndi á Stormi á Fljótsdalshéraði

  1. Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti
  2. Árni Björn Pálsson og Hátíð frá Hemlu II
  3. Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal
  4. Elín Holst og Frami frá Ketilsstöðum
  5. Teitur Árnason og Arthúr frá Baldurshaga
  6. Ragnhildur Haraldsdóttir og Vákur frá Vatnsenda

 

Norðurland

Líney María Hjálmarsdóttir- hrossaræktandi, tamningamaður og reiðkennari, Tunguhálsi

  1. Árni Björn Pálsson og Hátíð frá Hemlu II
  2. Hulda Gústafsdóttir og Sesar frá Lönguskák
  3. Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal
  4. Guðmundur Björgvinsson og Jökull frá Rauðalæk
  5. Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti
  6. Þórarinn Ragnarsson og Leikur frá Vesturkoti

 

Suðurland

Ómar Ingi Ómarsson – hrossaræktandi, tamningamaður og reiðkennar, Horni

  1. Helga Una Björnsdóttir og Hnokki frá Eylandi
  2. Árni Björn Pálsson og Hátíð frá Hemlu II
  3. Siguroddur Pétursson og Steggur frá Hrísdal
  4. Þórarinn Ragnarsson og Leikur frá Vesturkoti
  5. Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Kolbakur frá Morastöðum
  6. Guðmundur Björgvinsson og Jökull frá Rauðalæk

 

Vesturland

Leifur George Gunnarsson – tamningamaður og reiðkennari, Skipaskaga

  1. Árni Björn Pálsson og Hátíð frá Hemlu II
  2. Jakob Svavar Sigurðsson og Hálfmáni frá Steinsholti
  3. Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Kolbakur frá Morastöðum
  4. Helga Una Björnsdóttir og Hnokki frá Eylandi
  5. Þórarinn Ragnarsson og Leikur frá Vesturkoti
  6. Ásmundur Ernir Snorrason og Dökkvi frá Strandarhöfði

 

 

Ljósmynd sem fylgir fréttinni er af Hönnu Rún Ingibergsdóttur og Grím frá Skógarási, ljósmyndina tók Óðinn Örn Jóhannsson.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar