„Tottenham menn halda að Conte hafi verið vandamálið“

Þá er komið að tuttugustu og níundu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.
Í síðustu umferð var það Guðni Halldórsson sem var með sex rétta.
Tippari vikunnar er Flosi Ólafsson
Flosi er harður stuðningsmaður Manchester United.
Spá Flosa:
Aston Villa 3-0 Nottingham Forest
Aston Villa tekur þennan leik örugglega.
Brentford 0-1 Newcastle United
Mikill varnarleikur lítið af mörkum, Newcastle pota einu seint í seinni hálfleik.
Fulham 0-0 West Ham United
Allt í járnum og allt jafnt.
Leeds United 2-0 Crystal Palace
Palace halda að þeir séu komnir með þetta eftir einn sigur í síðustu umferð, en raunveruleikin bankar uppá og Leeds vinnur.
Leicester City 1-0 AFC Bournemouth
Fyrsti leikur eftir stjóraskipti hjá Leicester endar með sigri.
Liverpool 3-1 Arsenal
Furðulegt tímabil kallar á furðuleg úrslit, og allir Liverpool menn landsins ofpeppast.
Manchester United 3-0 Everton
Ten Hag er löngu búinn að ákveða hvað gerist í þessum leik, Rashford og Bruno skora.
Southampton 0-5 Manchester City
Ósangjarn og leiðinlegur leikur fyrir Southampton.
Tottenham Hotspur 1-2 Brighton & Hove Albion
Tottenham menn halda að Conte hafi verið vandamálið, en þeir halda bara sínu striki og tapa þessum leik fyrir stemningsliðinu Brighton. Þetta er dagurinn sem Harry Kane lætur sína menn taka símtalið á Ten Hag og hann fær loksins að spila fyrir lið sem er honum sæmandi á næsta tímabili.
Wolverhampton 0-1 Chelsea
Lampard fær smá stemningu til að byrja með og Chelsea vinnur nokkra leiki í röð.

Staðan:
Ingibjörg Guðmundsdóttir 7 réttir
Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir
Guðmundur Björgvinsson 6 réttir