Tippari vikunnar „Ég spái Tottenham alltaf tapi en það er meira óskhyggja en nokkuð annað“

  • 1. apríl 2023
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Guðni Halldórsson

Þá er komið að tuttugustu og níundu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Ólafur Andri Guðmundsson sem var með þrjá rétta eins og er, en þremur leikjum í þessari umferð var frestað.

Tippari vikunnar er West-Ham maðurinn Guðni Halldórsson formaður LH.

Guðni er einn harðasti stuðningsmaður West Ham á Íslandi, fyrrum ársmiðahafi á Upton Park og gengur jafnan í West Ham nærfötum.

 

 

Spá Guðna:

 

AFC Bournemouth 2-2 Fulham

Bæði lið búin að vera dugleg að fá á sig mörk. Skipta með sér stigunum í leik sem flestum er sama um.

Arsenal 3-0 Leeds United

Arsenal á rönni og rúlla yfir Leedsara þrátt fyrir öll þeirra glæsilegu „Man Bun“

Brighton & Hove Albion 2-0 Brentford

Ekta miðjudeildarslagur en strákarnir af suðurströndinni eru í stuði þessa dagana og sigla þessu heim.

Chelsea 0-2 Aston Villa

Annar miðjudeildarslagur.  Peaky Blinders strákarnir mæta í höfuðborgina og ræna sigrinum af millunum í Chelsea, enda þekkja þeir ekki einu sinni hvern annan með nafni eftir endalaust innflæði leikmanna.

Crystal Palace 3-1 Leicester City

Púff.. bæði lið aðallega í því að tapa og Palace ekki unnið leik á árinu. Roy er kominn til að snúa við gengi Palace og byrjar á stórsigri. Vardy tvöfaldar markafjölda tímabilsins og skorar fyrir Leicester.

Everton 3-0 Tottenham Hotspur

Ég spái Tottenham alltaf tapi en það er meira óskhyggja en nokkuð annað.

Manchester City 4-0 Liverpool

Liverpool munu ekki sjá til sólar og tapa þriðja leiknum í röð, sannfærandi.

Newcastle United 1-2 Manchester United

Norðlenskir áhorfendur mæta trylltir til leiks í rigningunni og hvetja sína menn áfram sem aldrei fyrr. Casemiro í banni og Rashford meiddur þannig þetta verður strögl hjá ManU en þeir munu þó merja sigur.

Nottingham Forest 0-0 Wolverhampton

Skógarmenn mæta með leynivopn í þennan leik og stilla Lingardinho upp í fremstu víglínu. Það mun alls ekki virka og niðurstaðan verður steindautt jafntefli í þessum botnslag.

West Ham United 5-0 Southampton    

Án efa stórleikur umferðarinnar þar sem Hamrarnir sýna allar bestu hliðar fótboltans og leiftrandi sóknarbolta frá upphafi til enda. Verður unun á að horfa fyrir þá sem verða ekki í Herning á Icehorse Festival með mér.

 

 

Staðan:

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar