„Fáir fengið jafn oft gat á hausinn og ég.“

  • 4. október 2021
  • Fréttir
Yngri hliðin - Védís Huld Sigurðardóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Kristján Árni Birgisson var síðastur til að svara og skoraði hann á Védís Huld Sigurðardóttir sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Védísar sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

Fullt nafn? Védís Huld Sigurðardóttir

Gælunafn? Fjölskyldan kallar mig Dísa

Hestamannafélag? Hestamannafélagið Sleipnir

Skóli? Fjölbrautaskóli Suðurlands

Aldur? 17 ára

Stjörnumerki? Steingeit

Samskiptamiðlar? Facebook, Instagram og Snapchat

Uppáhalds drykkur? Pepsi max

Uppáhaldsmatur? Sushi

Uppáhalds matsölustaður? Tokyo Sushi

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Lucifer

Uppáhalds tónlistarmaður? Drake

Fyndnasti Íslendingurinn? Viðar Ingólfsson

Uppáhalds ísbúð? Huppa

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Jarðaber, Hocky pulver og daim

Þín fyrirmynd? Pabbi og mamma

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Ætli það sé ekki hún systir mín Glódís Rún hef verið helvíti oft í öðru sæti á eftir henni.

Sætasti sigurinn? Held að Norðurlandamótið í Svíþjóð standi uppúr þar sem ég tók fimm titla og reiðmennskuverðlaun.

Mestu vonbrigðin? Tapa á Landsmóti í Reykjavík með sára litlum mun á honum Hrafnfaxa mínum.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Horfi ekki á íslenskan fótbolta

Uppáhalds lið í enska boltanum? Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Hrannar frá Flugumýri, held að það séu fáir jafn góðir og hann.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Ísabella Rún og Ragnar Snær Viðarsson

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Kristján Árni

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Viðar Ingólfsson og Arnar Bjarki

Besti knapi frá upphafi? Get ekki valið á milli Jóa Skúla og Árna Björns.

Besti hestur sem þú hefur prófað? Fáir komast með tærnar þar sem Baldvin frá Stangarholti hafði hælana.

Uppáhalds staður á Íslandi? Sunnuhvoll, þar er best að vera.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Stilli margar vekjaraklukkur

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Nei

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Sundi

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Stærðfræði

Vandræðalegasta augnablik? Ég er mjög vandræðanleg manneskja get ekki valið upp á milli atvika.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Kristján, Sigrúnu Högnu og Glódísi

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Slasaði mig oft sem krakki, hafa held ég fáir fengið jafn oft gat á hausinn og ég.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju?
Nils Christian hann er einstaklega fyndinn og skemmtilegur og fáir betri en hann í hans fagi.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja?
Ég myndi spyrja Óðinn hvort Sleipnir hafi í alvörunni verið með 8 lappir og hvort hann hafi verið fimmgangari.

Ég skora á Sigrúnu Högnu Tómasdóttur

 

Yngri hliðin – Kristján Árni Birgisson

Yngri hliðin – Glódís Rún Sigurðardóttir

Yngri hliðin – Jóhanna Guðmundsdóttir

Yngri hliðin – Hákon Dan Ólafsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar