Hestamennirnir í landinu – Erlendur Árnason

  • 7. apríl 2020
  • Fréttir
1. Fullt nafn og hestamannafélag?
Erlendur Árnason – Geysir
2. Hvað er þitt eftirminnilegasta atvik tengt hestamennsku?
Þegar ég fann konuna mína á hestamóti í Þýskalandi.
3. Af hverju stundar þú hestamennsku?
Þetta er lífsstíll og óstöðvandi baktería, kannski veira.
4. Besti hestur sem þú hefur riðið?
Ég man mjög vel eftir því árið 1990, ég var orðinn 18 ára og fékk í fyrsta skipti að prufa vel þjálfaðan og góðan hest. Ég var í  verknámi í Dal og hesturinn hét Salvador frá Höskuldsstöðum.
Síðan hef ég í starfi mínu sem járningamaður verið svo lánssamur að fá að prufa marga góða hesta. Öllum að ólöstuðum stendur Arion frá Eystra-Fróðholti uppúr.
5. Besti stóðhestur sem uppi hefur verið?
Samkvæmt allri tölfræði er það klárlega Orri frá Þúfu.
6. Fimm ræktunarhryssur að eigin vali?
Ef ég mætti velja úr öllum hryssum sem ég þekki þá myndi ég hugsa um framtíðina og velja upprennandi ræktunarhryssur: Katla frá Hemlu, Katla frá Ketilsstöðum, Elja frá Sauðholti, Jörð frá Koltursey og Úlfhildur frá Skíðbakka III.
7. Hvað skiptir máli í ræktun?
Geðslag og geta. Að hrossin séu nýtileg og skemmtileg fyrir þá sem ríða á þeim.
8. Eftirminnilegasta Landsmótið?
Hvað varðar störf mín sem dómari er það LM 2012 í Reykjavík þar náðist upp góður andi og besta samræmi í dómstörfum. En sem hrossaræktandi var það sennilega 2014 á Hellu þegar Gjöll frá Skíðbakka III fór í 8,80 í B-úrslitum A-flokks.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar