Hin hliðin – Birgitta Bjarnadóttir
Hin hlið Eiðfaxa heldur áfram að ljóstra upp lítt þekktum staðreyndum um hestamenn nær og fjær, til sjávar og sveita.
Í síðustu viku skoraði Rútur Pálsson á Birgittu Bjarnadóttur tamningakonu í Fellskoti í Biskupstungum.
Það stóð ekki á svörum úr Tungunum.
Fullt nafn: Birgitta Bjarnadóttir
Gælunafn: Það fer eftir því hvern þú spyrð en þau sem ég hef heyrt af eru Gitta, Bigga, Bitta
Starf: Tamningakona
Aldur: 26 ára
Stjörnumerki: Tvíburi/Naut – skiptist á afmælisdaginn minn, móðir mín hefur alltaf sagt að ég sé tvíburi og faðir minn hefur sagt að ég sé naut, ég vil meina að það sé ástæðan fyrir því að þau eru ekki lengur í sambúð…..
Hjúskaparstaða: Í sambandi með Þorgeiri Ólafssyni
Uppáhalds drykkur: CollaB
Uppáhalds matur: Pizza , ekki spurning
Uppáhalds matsölustaður: Kaffi Krús
Hvernig bíl áttu: Land Cruiser 150 – 2018
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Law and Order / CSI
Uppáhalds tónlistarmaður: Sálin hans Jóns míns alltaf góðir
Fyndnasti Íslendingurinn: Margir fyndnir en ég fer alltaf að hlæja þegar ég hitti Smára Adolfs hann reytir af sér brandarana!
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Heit Karamellusósa, Daim, Jarðarber.
Þín fyrirmynd: Jón Páll Sveinsson, ekki spurning yfirburðarmaður með mestu þolinmæði sem ég hef kynnst.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Kári Steinsson, við skiptumst oft á efstu sætunum fyrir nokkrum árum, fannst óþolandi þegar hann var fyrir ofan!
Sætasti sigurinn: Að ríða Bliku frá Hjallanesi yfir 8 í T1, það er skemmtileg minning.
Mestu vonbrigðin: Að vera ekki valin í landsliðið 2013, þrátt fyrir að hafa unnið öll mót ársins utan eitt, en eftir valið urðum við tvöfaldir Íslandsmeistarar.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: KFR.
Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United.
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Kveik frá Stangarlæk, hestur fyrir alla, ræktunarmarkmið íslenska hestins!
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Sonur Eyrúnar og Teits, hann hlítur að vera efnilegur, undan tveimur heimsmeisturum.
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Sara Sigurbjörnsdóttir og Þorgeir Ólafsson.
Besti knapi frá upphafi: Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir, fjölhæfur og sanngjarn knapi með skemmtilega mýkt.
Besti hestur sem þú hefur prófað: Kveikur frá Stangarlæk, Dimma frá Hjarðartúni og Spá frá Eystra-Fróðholti.
Uppáhalds staður á Íslandi: Landeyjarnar.
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Kveiki á vekjaraklukkunni.
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Það hefur nú minnkað, en ef íslenska landsliðið er að keppa þá horfi ég.
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Náttúrufræði.
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íslensku og íþróttum.
Vandræðalegasta augnablik: Það var fyrir nokkrum árum að við fórum í starfsmannaferð Hjarðartúnsliðið til að slútta sumrinu- við fórum í river-rafting. Það var byrjað á því að skella sér í blautgalla svo var tekin rúta niður að ánni að bátunum, sá sem fór fyrir hópnum byrjaði að fara yfir það hvernig ætti að gera og græja allt á leiðinni, eftir ræðuna hjá honum spurði hann: Eru einhverjar spurningar? Ég hvíslaði að Jóni Páli, hvort förum við upp eða niður ánna? Hann þóttist ekkert vita og sagði mér að spyrja manninn… Ég fyrir framan allan hópinn spurði „Hvort förum við upp eða niður ánna?“ Það sprungu allir úr hlátri og þá sérstaklega kvikindið hann Jón sem vissi auðvitað svarið!
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Jón Pál Sveinsson, Steingrím Sigurðsson og Söru Sigurbjörnsdóttir – Þá væri þetta bara skemmtiferð!
Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig: Þrátt fyrir öll ljóskumómentin þá ótrúlega, þó fólk flest búist kannski ekki við því útskrifaðist ég úr framhaldsskóla á 3 árum í stað 4 eins og flestallir gera. Ástæðan er kannski sú að í grunnskóla var ég alltaf búin með allt kennsluefni svona mánuði fyrir tímann því ég er svo fljót að læra… Þannig að í 10.bekk tók ég tvo áfanga í framhaldsskóla, íslensku og ensku. Á 3.árinu mínu bjó ég á Ingólfshvoli hjá Guðmundi Björgvinssyni og Evu Dyröy og vann þar alla daga samhliða náminu. Einnig æfði ég fótbolta í 9 ár en hestamennskan varð fyrir valinu á endanum.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Meistari Gísli Guðjóns, ég kynntist honum fyrir svo mörgum árum, en þá hefði ég aldrei hugsað að hann yrði að gera það sem hann er að gera í dag og ég hef trú á að hann muni hjálpa hestamennskunni (kynbóta/keppnis) á næsta level!!
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Úfff ég er allveg Blanco ! Guð, afhverju eru himininn blár ?
Ég skora á vin minn, Höfðingjann og Heiðursmanninn Steingrím Sigurðsson að svara eins vel og hann getur.
Hin hliðin – Sigurður Ævarsson