Hin hliðin – Örn Karlsson

  • 24. febrúar 2021
  • Fréttir

Hin hlið Eiðfaxa heldur áfram að ljóstra upp lítt þekktum staðreyndum um hestamenn nær og fjær, til sjávar og sveita.

Í síðustu viku skoraði  Steingrímur Sigurðsson á Örn Karlsson.

Það stóð ekki á svörum úr Ölfusinu.

 

Fullt nafn: Örn Karlsson

Gælunafn: Í uppvextinum stundum kallaður Össi

Starf: Sýsl ýmiskonar. Þar á meðal tilraunir til hrossaræktar 

Aldur: 60

Stjörnumerki: Hrútur

Blóðflokkur: O mínus

Skónúmer: 46  

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Uppáhalds drykkur: Vatnið sem sprettur fram í Ölfusinu með sýrustig um og yfir 8

Uppáhalds matur: Soðning stöppuð með nýjum íslenskum kartöflum í smjöri, svörtum pipar og sjávarsalti.

Uppáhalds matsölustaður: Skyrgerðin í Hveragerði

Hvernig bíl áttu: Kia Sorento

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Íþróttaefni

Uppáhalds tónlistarmaður: Briet

Fyndnasti Íslendingurinn: Sólmundur Sigurðsson, en aðeins á meðan míkrófónn er hvergi nærri.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Til að friða samviskuna hef ég jafnan sett í hann banana, jarðarber og Oreo kex.

Þín fyrirmynd: Mamma 

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Langt er síðan ég hef keppt. Man bara ekki eftir pirringi. Það sem situr eftir í minningunni eru frábær hross sem ég fékk að njóta.

Sætasti sigurinn: Að ná Golu frá Gerðum til að lenda réttu megin og verða að gæðingi. Áttum gott mót á Landsmóti 1990. Vorum þar í úrslitum B flokks og Tölts.

Mestu vonbrigðin: Mistök geta valdið vonbrigðum, það fer eftir viðhorfinu. Ég tel að oftast sé betra að gera fremur en að gera ekki af ótta við mistök. Ég hef gert mörg mistök í lífinu og reynt að læra af þeim. 

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Horfi af áhuga á karlalandsliðin í handbolta og fótbolta. Kvennalandsliðið í fótbolta fær sinn tíma líka.  

Uppáhalds lið í enska boltanum: Í uppvextinum var það Man City. Það var hins vegar frekar óspennandi þegar djúpir vasar keyptu félagið. Höskuldur Hildibrandsson kom mér á bragðið með Arsenal og við það situr.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Kolskegg frá Flugumýri. Ólíkindatól sem breytti íslenska stóðinu með örfáum afkvæmum í heimastóði, þar með töldum Frey og Ófeigi. Sigurður bóndi og Kolskeggur áttu heldur ekki í vandræðum með að sækja gull í keppni við bestu hesta þess tíma. Kolskeggur var minnir mig 75% austan vatna hestur og 25% Hornfirðingur. Kolskeggur ætti að eiga sinn sess á Sögusetri íslenska hestsins.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Pínu hlutdrægur kannski, en Atli Freyr.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Hestamennirnir verða fallegir þegar allt gengur upp í braut. 

Besti knapi frá upphafi: Aðalheiður Anna. Í sögulegu samhengi verður þó ekki litið framhjá testesteron hnyklinum Steingrími Sigurðssyni. Hann lék sér að eftirsóttasta titli hestamennskunnar, A flokki gæðinga á Landsmóti tvisvar í röð og hefði auðveldlega getað landað titlinum í þriðja skiptið. Hann er hins vegar slíkt ljúfmenni að hann dró sig í hlé til að gefa öðrum tækifæri. 

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Ef við höldum okkur við íslenska kynið og 1.000 ára sögu þess er ekki ólíklegt að sá hestur sé einmitt uppi núna. Þá þrengist hringurinn og nokkrir koma upp í hugann. Spuni, Sær, Stáli, Þóroddur, Geisli, Aríon, Hrannar, Sólon, Álfaklettur, Dagfari, Lukka. Úff þetta er erfitt. Og ef við leyfum klárhestunum að vera með, Kveikur, Loki, Ljósvaki, Blakkur, Dökkvi, Hnokki osfrv. Ég gefst upp, en verð að segja að sem betur fer er breidd við toppinn.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Óðinn frá Gerðum, Ófeigur frá Flugumýri og Gola frá Gerðun eftir þriggja ára púsl. Get ekki almennilega gert upp á milli þessara hrossa. Í seinni tíð koma sterk inn Dökkvi frá Ingólfshvoli og systir hans Nótt frá Ingólfshvoli. 

Uppáhalds staður á Íslandi: Hengils svæðið, að Þingvöllum meðtöldum. Myndin er þar tekin.

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Ekki hugmynd, þetta er galdri líkast.  

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Aðallega enska boltanum.

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Dönsku

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Í fótbolta í frímínútunum. Þar naut ég mín.

Vandræðalegasta augnablik: Bæði vandræðalegt og hafði löng og ströng eftirmál. Þegar ég taldi mig vera búinn að temja Stillu frá Ingólfshvoli nóg til að ríða henni berbakt með bandbeisli. Rófubeinið beið þess ekki bætur í 4 ár.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Sigurjón Gylfa til að halda stemningunni í lagi. Sólmund Sigurðsson, dugnaðarfork sem lætur gullkornin fljúga. Hann mun einnig viðhalda íslenskukunnáttunni hjá okkur. Hann býr yfir yfirburðarþekkingu og botnar skrýtlur sínar jafnan með orðum sem enginn notar lengur. Svo væri held ég nauðsynlegt að hafa Óla Pétur líka til að ekki gleymist í útvistinni hvað Dökkvi frá Ingólfshvoli er mikill yfirburðarhestur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Það er alveg sturluð staðreynd og að ég er höfundur að gæðingafiminni. Þetta hefur alveg farið framhjá flestum og vel að merkja Landssambandi hestamannafélaga.

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Daníel Jónsson. Eftir að hann prófaði nokkur hross sem ég var að paufast með og sýndi, þá áttaði ég mig á að hér er á ferðinni snillingur.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Daníel Jónsson; hver er galdurinn? 

 

Ég skora á hinn magnaða hrossaræktanda og sérfræðing í ganglagi hesta Óla Pétur Gunnarsson

 

Hin hliðin – Steingrímur Sigurðsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar