Hin hliðin – Steingrímur Sigurðsson
Hin hlið Eiðfaxa heldur áfram að ljóstra upp lítt þekktum staðreyndum um hestamenn nær og fjær, til sjávar og sveita.
Í síðustu viku skoraði Birgitta Bjarnadóttir á Steingrím Sigurðsson.
Það stóð ekki á svörum frá Steina.
Fullt nafn: Steingrímur Sigurðsson
Gælunafn: Er uppnefndur Steini Pizza
Starf: Smiður
Aldur: 48
Stjörnumerki: Meyja
Hjúskaparstaða: Giftur henni Eiríku minni.
Uppáhalds drykkur: Mjólk
Uppáhalds matur: H Lund
Uppáhalds matsölustaður: Kaffi Krús
Hvernig bíl áttu: Toyota Land Cruiser og Kiu Ceed
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Vikings
Uppáhalds tónlistarmaður: Johnny Cash
Fyndnasti Íslendingurinn: Guðjón í Hjallanesi
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Allt mögulegt, elska nammi.
Þín fyrirmynd: Hef rekist á marga einstaklinga sem eru góðar fyrirmyndir, hef reynt að tileinka mér það besta í í fari annarra.
Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Er mjög lítið að spá í öðrum í keppni. Er mest að einbeita mér að skila mínu.
Sætasti sigurinn: A flokkur á Landsmóti 2004 og 2006 þegar við Geisli frá Sælukoti vorum í 1. sæti.
Mestu vonbrigðin: Eru skrifuð í sandinn.
Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Landsliðið
Uppáhalds lið í enska boltanum: Man Utd
Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Birtu Frá Hvolsvelli hún var einstök og ógleymanleg.
Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Það er svo margir flottir og góðir, Sigurður sonur minn, en ég er kannski hlutdrægur.
Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Börnin mín ☺
Besti knapi frá upphafi: Albert Jónsson
Besti hestur sem þú hefur prófað: Feðginin Geisli frá Sælukoti og Sif frá Helgastöðum
Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá mér
Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Kyssi Eiríku mína góða nótt
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fótbolta
Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Matreiðslu
Í hverju varstu bestur/best í skóla: Skák og stærðfræði
Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég gleymdi einu sinni afmælisdegi konunnar.
Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Guðjón í Hjallanesi, maðurinn ætti að vera uppistandari, Jóa Kokk, hann eldar úr engu með enginn áhöld, dýrindis veislur hann hlýtur að vera töframaður og Jón Pál, hann er bara svo mikið ljúfmenni.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Hef aldrei átt debetkort og er háður konu minni um alla tækni. Er eins og kerkjóttur hestur þegar kemur að tækninýjungum en með einstakri lagni gef ég undan og er t.d á hverjum degi á FB eftir að kona mín stofnaði fyrir mig aðgang.
Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Þorgils Kári, algjör snillingur að temja hross og ljúfur og prúður drengur.
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Ella Árna járningasnilling og sjómannsséní, hvenær á ég von á þér ?
Ég skora Kónginn og heljarmennið í Ölfusinu, Örn Karlsson
Hin hliðin – Birgitta Bjarnadóttir
Hin hliðin – Sigurður Ævarsson