Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Sigurbjörn Eiríksson

  • 19. desember 2020
  • Fréttir
Fjórtánda umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Þá er komið að fjórtándu umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.

Í síðustu umferð var það Guðbrandur Stígur Ágústsson sem var með tvo rétta.

Tippari vikunnar er Sigurbjörn Eiríksson framkvæmdarstjóri Meistaradeildar í hestaíþróttum, hans íþróttafélög eru Sprettur, Valur og svo er hann harður Leeds aðdáandi.  „Það eru allir Leeds‘arar inn við beinið, þora bara ekki að viðurkenna það“.

Spá Sibba er eftirfarandi:

 

Crystal Palace 1-2 Liverpool laugardag kl: 12:30
Liverpool er í banastuði, þetta er samt erfiður leikur fyrir þá í London þar sem að stutt er frá síðasta leik Liverpool og lítil hvíld fengist, leikurinn fer.

Southampton 1-1 Manchester City laugardag kl: 15:00
Southampton er spútniklið í deildinni þar sem af er komið, leikurinn fer.

Everton 2-0 Arsenal laugardag kl: 17:30
Gylfi er orðin fyrirliði og allt að koma hjá Everton,  Gylfi smellir inn seinna markinu, leikurinn fer.

Newcastle United 1-0 Fulham laugardag kl: 20:00
Newcastle var rasskellt af mínum mönnum Leeds í síðasta leik, koma grjótharðir til baka á heimavelli og vinna.

Brighton & Hove Albion 0-0 Sheffield United sunnudag kl 12:00
Þessi leikur heldur vöku fyrir öllum áhugamönnum fótboltans…steindautt  jafntefli.

Tottenham 3-1 Leicester City sunnudag kl 14:15
Spursarar töpuðu á Anfield í vikunni, misstu toppsætið og koma grimmir til baka, Son og Kane afgreiða leikinn.

Manchester United 1-3 Leeds United sunnudag kl 16:30
Virkilega flottur leikur, mínir menn í Leeds loksins komnir aftur í efstu deild eftir 16 ára bið og rústa leiknum  …synir mínir verða ekki ánægðir með mig núna !!

West Bromwich Albion 2-0 Aston Villa sunnudag kl 19:15
Erfiðasti leikurinn til að tippa á, Stóri Sam var að taka við W.B.A og á eftir að skila þeim sigri.

Burnley 1-2 Wolverhampton mánudag kl: 17:30
Úlfarnir vinna þennan leik.

Chelsea 3-0 West Ham United mánudag kl 20:00
Lundúnaslagurinn, Chelsea búnir að tapa 2 leikjum í röð og munu rífa sig upp á heimavelli, Giroud settur að minnsta kosti 2 mörk.

 

 

 

 

Staðan:

Jón Árnason 6 réttir

Þórir Örn Grétarsson 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson 2 réttir

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar