“Amadeus frá Þjóðólfshaga besti hestur sem ég hef prófað”

  • 28. september 2021
  • Fréttir
Yngri hliðin - Kristján Árni Birgisson

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Glódís Rún Sigurðardóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Kristján Árna Birgisson sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Kristjáns sem og nafn þess sem hann skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

 

Fullt nafn? Kristján Árni Birgisson

Gælunafn? Stjáni, Stjánkurinn, eitt árið var það Krissi kross

Hestamannafélag? Besta félagið Hestamannafélagið Geysir

Skóli? FSU

Aldur? 17 ára

Stjörnumerki? Hrútur

Samskiptamiðlar? Facebook – Snapchat – Instagram

Uppáhalds drykkur? Ísköld mjólk eða Pepsi Max

Uppáhaldsmatur? Íslenskt lambakjöt

Uppáhalds matsölustaður? KFC

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Sex Education

Uppáhalds tónlistarmaður? Bubbi Morthens

Fyndnasti Íslendingurinn? Pétur Jóhann Sigfússon

Uppáhalds ísbúð? Ísbúð Huppu

Kringlan eða Smáralind? Smáralind – leikjagarðurinn stendur fyrir sínu

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Daim, karamelludýfu, hockey pulver

Þín fyrirmynd? Afi Matti – Matthías Eiðsson heitinn

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Án efa Sigurður Steingrímsson

Sætasti sigurinn? Að vinna Landsmót árið 2016 í barnaflokki

Mestu vonbrigðin? Að lenda í öðru sæti á Íslandsmóti í gæðingaskeiði árið 2019

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? KA

Uppáhalds lið í enska boltanum? Leeds United eða Manchester United

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Ósk frá
Brún, hefur gefið ótrúlega marga góða gæðinga

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Róbert Darri Edwardson

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Védís Huld Sigurðardóttir

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Afi, Birgir Árnason

Besti knapi frá upphafi? Árni Björn Pálsson, Jakob Svavar og Jói Skúla

Besti hestur sem þú hefur prófað? Verð að segja Amadeus frá Þjóðólfshaga með
skemmtilegri reiðtúrum sem ég hef farið

Uppáhalds staður á Íslandi? Ásmúli í Ásahreppi

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Loka augunum og hugsa um
morgundaginn

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Já aðeins með fótbolta

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Stærðfræði

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Íslensku

Vandræðalegasta augnablik? Þegar ég 12. ára fór í viðtal hjá Eiðfaxa og fyrirsögnin var
stefnir á andarækt en þegar blaðið kom út hafði ég áttað mig á því hversu illa mér er við
fugla og hundurinn var búinn að ,,fjarlægja” þær endur sem ég ætlaði að eiga

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Mömmu og Védísi til að halda í
skynsemina, klárlega Lúlla Matt til að halda í gleðina

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Hálf blindur á hægra auga einungis 30% sjón

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af
hverju? Albert Jónsson, snillingur með meiru!

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern
myndir þú spyrja? Ætli ég væri ekki til í að spyrja menntamálaráðherra hvers vegna í
ósköpunum danska sé enn skyldufag

 

Ég skora á Védísi Huld Sigurðardóttir

 

Yngri hliðin – Glódís Rún Sigurðardóttir

Yngri hliðin – Jóhanna Guðmundsdóttir

Yngri hliðin – Hákon Dan Ólafsson

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar