Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson

  • 3. mars 2021
  • Fréttir

Hin hlið Eiðfaxa heldur áfram að ljóstra upp lítt þekktum staðreyndum um hestamenn nær og fjær, til sjávar og sveita.

Í síðustu viku skoraði Örn Karlsson á Óla Pétur Gunnarsson

Það stóð ekki á svörum hjá honum og má lesa þau hér fyrir neðan.

 

Fullt nafn: Óli Pétur Gunnarsson

Gælunafn: Óli P

Starf: Skítamálaráðherra á Nesbúi

Aldur: 64 ára, eins og segir í bítlalaginu

Stjörnumerki: Krabbi

Blóðflokkur: O+, jákvæðari en Örn Karls sem er O-

Skónúmer: 43-44

Hjúskaparstaða: Einhleypur

Uppáhalds drykkur: Egils Appelsín

Uppáhalds matur: Íslenskur lambahryggur með tilheyrandi

Uppáhalds matsölustaður: Enginn sérstakur í uppáhaldi

Hvernig bíl áttu: Toyota Auris

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Amerískir spennuþættir

Uppáhalds tónlistarmaður: Villi Vill af íslenskum og Freddie Mercury af erlendum

Fyndnasti Íslendingurinn: Laddi án vafa

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Bláber, jarðarber og hindber

Þín fyrirmynd: Var í sveit í Mývatnssveit sem peyji og lærði það þar að fyrst að hann getur það þá get ég það og Mývetningar og Gígja frænka mín eru mínar fyrirmyndir

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Látum það liggja á milli hluta

Sætasti sigurinn: Fyrstu kappreiðar sem ég keppti á í skeiði á Kjóavöllum en þar vann ég bæði Ella Sig og Sigga Sæm.

Mestu vonbrigðin: Ég er ekki að ergja mig á vonbrigðum

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Selfoss

Uppáhalds lið í enska boltanum: Liverpool

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Ég myndi velja Fálka frá Sólheimum í Sæmundarhlíð sem ég átti í gamla daga. Hann kenndi mér það að hestar geta verið yfirburðarhestar á öllum gangtegundum.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Það eru frænkur mínar á Sunnuhvoli Védís og Glódís

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Ég læt það liggja á milli hluta

Besti knapi frá upphafi: Siggi Sig þegar hann var upp á sitt besta, mikill íþróttamaður.

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati: Ég vitna í Örn Karls og segi Dökkvi frá Ingólfshvoli.

Besti hestur sem þú hefur prófað: Það er sá sami, ég hef átt ánægjustundir með Dökkva mínum.

Uppáhalds staður á Íslandi: Það ert Mývatnssveitin

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Slekk á Ipadinum

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Alæta á íþróttir en hrifnastur af frjálsum íþróttum og þá sérstaklega þegar Sigurbjörn Árni, frændi minn, lýsir þeim.

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Ábyggilega handavinnu

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Bestur í lestri

Vandræðalegasta augnablik: Tek ekkert eitt umfram annað en þau eru eflaust mörg.

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Ég tæki Örn Karlsson, Gísla Guðjónsson og Þorvald Kristjánsson. Það væri ekki rætt um annað en hross og við myndum ekki finna til svengdar en værum allir fullfærir um að bjarga okkur. Þetta yrðu góðir dagar.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Tók landsdómarapróf 1981, fékk fullt hús í A-flokki gæðinga 200 stig af 200 mögulegum og toppaðu það!

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Frænkur mínar á Sunnuhvoli fyrir það hvað þær eru feiknarlega flinkar.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: Það er til hestadómara landsins: hafið þið lesið nýju fötin keisarans??

 

Ég skora á ofurmennið Sigurð Sigurðarsona á Sunnuhvoli.

 

 

Hin hliðin – Örn Karlsson

Hin hliðin – Steingrímur Sigurðsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar