„Mark úr víti hjá Tottenham og Newcastle jafna fljótlega eftir“

Þá er komið að þrítugustu og annari umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.
Í síðustu umferð var það Flosi Ólafsson sem var með fjóra rétta.
Tippari vikunnar er Karl Áki Sigurðarson Íþróttadómari og áhugamaður um hrossarækt
Áki er harður stuðningsmaður Liverpool.
Arsenal 3-2 Southampton
Viddi og hans menn að gefa eftir, en vinna samt.
Fulham 1-1 Leeds
Bæði lið í lélegu formi, endar jafntefli, Bobby Reid og Sinisterra með mörkin
Brentford 1-3 Aston Villa
Aston villa tekur þetta, á gríðandi siglingu síðan Emery tók við þeim, Ollie Watkins með 2 mörk og stoðsendingu.
Crystal Palace 2-1 Everton
Palace eru 3-0 síðan Hodgson tók við, þeir taka þetta, Ayew og Eduoard með mörkin fyrir Palace.
Leicester 0-1 Wolves
Wolves eru að standa sig þessa dagana meðan Leicester eru búnir að tapa 9 og eitt jafntefli síðustu 10 leiki.
Liverpool 3-0 Nottingham Forest
Nottingham vann fyrri viðureign en ég hef trú á því að Liverpool sýni alvöru takta og vinni þetta örugglega, stórleikur frá Salah.
Bournemouth 2-1 West Ham
Ég hef trú á því að Bournemouth taki þetta og ná því að nánast tryggja sér fast sæti í deildinni.
Newcastle 1-1 Tottenham
Kiddi Bjarni vs Stígur frændi. Þetta er leikurinn upp á top 4 í ár, held að þetta verði leiðinlegur leikur, mark úr víti hjá Tottenham og Newcastle jafna fljótlega eftir.
Manchester United 2-1 Chelsea
Tvö leiðinlegustu lið deildarinnar. Tryggvi Björnsson og Ingólfur Jónsson að mætast
Brighton 0-4 Manchester City
Bragi Sverris og hans menn á flugi. Enda eflaust sem Englandsmeistarar.
Staðan:
Ingibjörg Guðmundsdóttir 7 réttir
Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir
Guðmundur Björgvinsson 6 réttir