Afrek áratugarins – Kynbótahluti ársins 2013

  • 19. október 2020
  • Fréttir

Jarl var hæst dæmda kynbótahross ársins aldursleiðrétt knapi á honum var Daníel Jónsson

Samkvæmt tímatali okkar Íslendinga erum við nú á öðrum áratugi 21. aldarinnar en hann hófst 1. janúar árið 2011 og lýkur 31.desember árið 2020.

Á þessum áratug hafa orðið miklar framfarir í reiðmennsku og hrossarækt og margt markvert hefur átt sér stað. Því er ekki úr vegi að rifja upp helstu afrek hvers árs og nú tökum við fyrir kynbótahluta ársins 2013. Neðst í fréttinni má nálgast hvað stóð upp úr árin 2011 og 2012.

Meðal helstu viðburða ársins 2013 má nefna Heimsmeistaramótið í Berlín, Íslandsmótið í Borgarnesi og Fjórðungsmót Vesturlands á Kaldármelum og Fjórðungsmót á Fornustekkum í Hornafirði.

 

Árni Björn Pálsson var útnefndur kynbótaknapi ársins. Af þeim hrossum sem hann sýndi fóru 61% þeirra í 1.verðlaun og var meðaleinkunn þeirra hrossa 8,12.

Auðsholtshjáleiga hlaut titilinn ræktunarbú ársins í sjötta sinn. Frá búinu voru sýnd tíu hross á árinu, fjórir stóðhestar og sex hryssur. Meðalaldur þeirra var 5,3 ár og meðaleinkunnina 8,21.

Jarl frá Árbæjarhjáleigu II og Narri frá Vestri-Leirárgörðum hlutu hæstu aðaleinkunn ársins en hún var 8,71. Báðir hlutu þeir 8,39 fyrir sköpulag og 8,92 fyrir hæfileika.

Narri var sýndur af Þórarni Eymundssyni og var þá 7.vetra gamall. Hlaut hann m.a. 9,5 fyrir bak og lend og 9,0 fyrir samræmi, tölt, brokk, stökk,vilja og geðslag, fegurð í reið og fet.

Jarl var sýndur af Daníel Jónssyni og var þá 6.vetra gamall. Hlaut hann m.a. 9,5 fyrir skeið og vilja og geðslag og 9,0 fyrir bak og lend, fótagerð, hófa, prúðleika, tölt og fegurð í reið. Jarl var hæst dæmda kynbótahross ársins aldursleiðrétt.

Hæst dæmda hryssa ársins var Kolka frá Hákoti sem þá ar 7.vetra gömul sýnd af Hrefnu Maríu Ómarsdóttur. Hún hlaut 8,44 fyrir sköpulag, 8,81 fyrir hæfileika og 8,66 í aðaleinkunn. þar bar hæst 9,5 fyrir bak og lend og vilja og geðslag. hún hlaut 9,0 fyrir háls,herðar og bóga, samræmi. brokk, skeið og fegurð í reið.

Nóta frá Stóra-Ási stóð efst heiðursverðlaunahryssa og hlaut Glettubikarinn. Ræktandi hennar er Lára Kristín Gísladóttir á Stóra-Ási í Hálsasveit í Borgarfirði. Hending frá Flugumýri hlaut einnig heiðursverðlaun árið 2013.

 

Kynbótaárið 2011

Keppnisárið 2011

Kynbótaárið 2012

Keppnisárið 2012

Keppnisárið 2013

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar