„Arsenal kemur sér aftur á sigurbraut og vinnur Lundúnarslaginn“

Þá er komið að þrítugustu og fjórðu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.
Í síðustu umferð var það Elvar Þormarsson sem var með fimm rétta.
Tippari vikunnar er Steindór Guðmundsson dómari og bílasali á Selfossi.
Steindór er Liverpoolmaður.
Spá Steindórs:
Bournemouth 1-1 Leeds
Jafntefli, bæði lið í fallbaráttu og ganga burt með stig hvert.
Arsenal 3-1 Chelsea
Chelsea með 2 stig í seinustu 6 leikjum og á meðan Arsenal er sigurlausir í seinustu 4. Arsenal kemur sér aftur á sigurbraut og vinnur Lundúnarslaginn.
Brentford 1-2 Nottingham Forest
Nottingham Forest taka stigin þrjú í mikilvægri fallbaráttu og koma sér 3 stigum frá Leicester.
Brighton 2-0 Wolves
Úlfarnir að spila góðan bolta síðustu leiki en Brighton stoppa þá göngu og vinna leikinn.
Crystal Palace 1-2 West Ham
Þetta verður vonandi skemmtilegur leikur, bæði lið að spila vel undanfarið, held þó að West Ham taki þetta.
Fulham 1-4 Manchester City
City vinna þennan leik frekar auðveldlega, Haaland með 2 mörk.
Leicester 1-2 Everton
Tvö lið í fallsæti, þetta verður hörkuleikur, rautt spjald og 3 mörk sem endar með Everton sigri.
Liverpool 3-1 Tottenham
Mínir menn Liverpool vinna þetta, annar stórleikur frá Trent og í leiðinni halda ennþá í vonir um evrópusæti.
Manchester United 1-2 Aston Villa
Það eru fá lið heitari en Villa þessa dagana og ætla ég að spá þeim óvæntum sigri á móti Rauðu Djöflunum.
Newcastle United 3-0 Southampton
Lið Kidda Bjarna eru því miður bara ofboðslega góðir og munu Southampton menn ekki sjá til sólar í þessum leik.
Staðan:
Ingibjörg Guðmundsdóttir 7 réttir
Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir
Guðmundur Björgvinsson 6 réttir