Tippari vikunnar „Lalli á Miðhúsum sáttur í hálfleik en svo jafna Leicester í seinni hálfleik“

  • 25. apríl 2023
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Elvar Þormarsson

Þá er komið að þrítugustu og þriðju umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Karl Áki Sigurðarson sem var með einn réttan eins og er, en tveimur leikjum umferðarinnar var frestað.

Tippari vikunnar er Elvar Þormarsson Hrossaræktandi og tamningamaður í Strandarhjáleigu.

Elvar er stuðningsmaður Liverpool.

 

Spá Elvars:

Wolves 0- 0 Crystal Palace
Leiðinlegur leikur

Aston Villa 2 – 1 Fulham
Elín Árnadóttir kemur extra glöð í vinnuna á miðvikudagsmorgun, hún er harður Aston Villa aðdáandi!

Leeds 2-2 Leicester City
Lalli á Miðhúsum sáttur í hálfleik en svo svo jafna Leicester í seinni hálfleik,,,,,,,

Nottingham Forest 0-2 Brighton
Brighton með yfirburði

Chelsea 1-1 Brentford
Já sko! Chelsea getur skorað!

West Ham 1-4 Liverpool
Núñez með fyrstu þrennuna sína og Gakpo með 1 mark

Manchester City 3-2 Arsenal
City klárar þetta, Þröstur á Sperðli mun hoppa hæð sína af gleði en við hin þurfum að hugga Viðar Ingólfs og Huldu Geirs.

Everton 1-3 Newcastle
Alexander Isak með 2 mörk

Southampton 1-0 Bournemouth
Botnbaráttan

Tottenham 2-3 Man United
Þetta er erfitt fyrir okkur Liverpool menn en svona er þetta bara stundum.
Atli járningamaður og Hjörvar frændi skála fyrir þessum leik.

 

 

Staðan:

Ingibjörg Guðmundsdóttir 7 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar