Hin hliðin – Halldór Victorsson

  • 1. apríl 2021
  • Fréttir

Hin hliðin heldur áfram hér á Eiðfaxa þar sem við fáum að kynnast nýjum hliðum á hestafólki um land allt.

Að þessu sinni er það hestadómarinn Halli Victors sem situr fyrir svörum og sýnir á sér hina hliðina.

 

Fullt nafn: Halldór Gunnar Victorsson

Gælunafn: Halli

Starf: Viðskiptastjóri hjá Ásbirni Ólafssyni

Aldur: 47

Stjörnumerki: Vog

Blóðflokkur: rautt

Skónúmer: 43

Hjúskaparstaða: Giftur

Uppáhalds drykkur: Tuborg classic ískaldur 

Uppáhalds matur:  Góð steik með tilheyrandi

Uppáhalds matsölustaður:  Heimili mitt

Hvernig bíl áttu: Ford F-350

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:  í kvöld er gigg með Ingó veðurguði og Það er komin helgi með Helga Björns.  

Uppáhalds leikari:  Morgan Freeman

Uppáhalds Íslenski  tónlistarmaðurinn:  Bubbi Morthens

Uppáhalds erlendi tónlistarmaðurinn:   Robbie Williams 

Uppáhalds lag:  Vetrarsól

Fyndnasti Íslendingurinn:  Laddi

Hvað viltu í bragðarefinn þinn:  er voða lítill ísmaður, fjölskyldan kemur mér á óvart

Þín fyrirmynd: Pabbi minn ❤

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Sigurbjörn Bárðarsson á Íslandsmóti 1993 í tölti á Akureyri

Sætasti sigurinn:  þegar ég vann bæði unglingaflokk og B flokk í Gusti í gamla daga.

Mestu vonbrigðin:   Vonbrigði eru bara til að læra af.

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Er nú ekki mikill boltamaður nóg til af boltum.

Uppáhalds lið í enska boltanum: Chelsea F.C.

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Lilla minn hann Hörð frá Bjarnastöðum. Einfaldlega bestur.

Efnilegasti hestamaður/kona landsins:  Ekki hægt að gera upp á milli allra flottu ungmennana okkar.

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi:  Konur höfða meira til mín og er stolltur af íslenskri fegurð, þær flokkast allar undir fegurðardrottingar.

Besti knapi frá upphafi: Sigurbjörn Bárðarsson og Hinrik Bragason 

Mesti gæðingur allra tíma að þínu mati:  Orri frá þúfu.

Besti hestur sem þú hefur prófað:  Eitill frá Akureyri Ógleymanlegur skeiðsprettur.

Uppáhalds staður á Íslandi: Kópó -Gott að búa í Kópavogi

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: Stilla vekjarann og knúsa gömlu mína.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já hef alltaf gaman af dansi og þegar landsliðin okkar eru að keppa í fótbolta og handbolta.

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Gat allt 

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Öllu

Vandræðalegasta augnablik:  Veit ekki

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju:  Simba Viktors, Kristinn Bjarna og Steindór Guðmunds. Ekkert ves.

Sturluð staðreynd um sjálfa(n) þig:  Búinn að vera dómari í hestaíþróttum í 25 ár

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: þegar stórt er spurt.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja:  Myndi spyrja Þórólf hvort að þetta sé ekki verða komið gott með þessa blessuðu veiru.

 

 

Langar að skora á vin minn og snilling  Pjétur N Pjétursson

 

Hin hliðin – Bríet Guðmundsdóttir

Hin hliðin – Óli Pétur Gunnarsson

Hin hliðin – Örn Karlsson

Hin hliðin – Steingrímur Sigurðsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar