„Kann alla dansana hjá Michael Jackson“

  • 12. október 2021
  • Fréttir
Yngri hliðin - Sigrún Högna Tómasdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Védís Huld Sigurðardóttir var síðust til að svara og skoraði hún á Sigrúnu Högna Tómasdóttur sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Sigrúnar sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

 

Fullt nafn? Sigrún Högna Tómasdóttir

Gælunafn? Reynir Pálma er eini sem fær að kalla mig Siggu

Hestamannafélag?Smári

Skóli?Fsu

Aldur?18

Stjörnumerki? Vog

Samskiptamiðlar? Snap,Instagram og Facebook

Uppáhalds drykkur? Pepsi max

Uppáhaldsmatur? Gæsabringur að hætti pabba

Uppáhalds matsölustaður? Caruzo

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Keeping up with the Kardashian

Uppáhalds tónlistarmaður? Er alæta á tónlist hlusta á allt

Fyndnasti Íslendingurinn? Steindi

Uppáhalds ísbúð? Huppa

Kringlan eða Smáralind? Fer helst ekki í búðir finnst það svo leiðilegt en held Smáralind ef ég nauðsynlega þyrfti

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Borða ekki bragðaref

Þín fyrirmynd? Er ekki með svona eina fyrirmynd en reyni að taka það besta frá fólki sem ég lít upp til

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Thelma systir því maður verður að samgleðjast henni

Sætasti sigurinn? Þegar ég varð íslandsmeistari á Sirkusi mínum árið 2019 og 2020 get ekki valið hvor sigurinn var sætari

Mestu vonbrigðin? Landsmótið 2018 þegar við Taktur klúðruðum illilega milliriðlunum

Uppáhalds lið í íslenska boltanum?
Ía því Viktor Jónsson er eini maðurinn sem ég þekki í fótbolta hann er helvíti góður, líka mjög efnilegur hestamaður.

Uppáhalds lið í enska boltanum? Manchester United

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Væri ekki leiðilegt að eiga gæðingamóðirnina Álfadís frá Selfossi

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Sindri Þór Stefansson

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Get ekki gert upp á milli það er svo mikil fegurð í þessari grein

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Jakob Svavar, Þórarinn og Aðalheiður

Besti knapi frá upphafi? Það eru til svo mikið af ótrulega góðum knöpum en mér finnst mjög gaman að fylgast með Jakobi Svavari, Árna Birni og Aðalheiði

Besti hestur sem þú hefur prófað? Óskar frá Breiðstöðum gleymi aldrei þegar Aðalheiður tók mig í tíma á honum á afmælisdaginn minn.

Uppáhalds staður á Íslandi? Víðiholt í Þingeyjarsýslu

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Hugsa hvort ég lokaði ekki örugglega öllum stíjunum vel í hesthúsinu síðan set ég eina góða vinyl plötu á fóninn

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Hef allt í einu áhuga á handbolta

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Dönsku og þýsku

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Sleikja upp kennarana….

Vandræðalegasta augnablik? Þegar ég var í dönsku munnlegu prófi og gleymdi hvað ég var að fara að segja og hlóp út grenjandi með kennarann á eftir mér…..það var ekki gott

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Thelmu systir því hún reddar öllu, Védísi til að halda uppi fjörinu og Melkorku til að koma með fréttir….hefði samt þurft að hafa Hafþór til að halda uppi jákvæðinni.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Kann alla dansana hjá Michael Jackson

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Vignir Siguóla hann er helvíti seigur. Frábær knapi og ræktandi, magnaður kall

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Myndi spyrja Michael Jackson “eru sögurnar sannar um þig?”

 

Ég skora á Thelmu Dögg Tómasdóttur

 

Yngri hliðin – Védís Huld Sigurðardóttir 

Yngri hliðin – Kristján Árni Birgisson

Yngri hliðin – Glódís Rún Sigurðardóttir

Yngri hliðin – Jóhanna Guðmundsdóttir

Yngri hliðin – Hákon Dan Ólafsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar