Tippari vikunnar „Olíuborni vöðva tappinn í Úlfunum skorar sigurmarkið í uppbótartíma“

  • 13. maí 2023
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Lárus Ástmar Hannesson

Þá er komið að þrítugustu og sjöttu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Kristinn Bjarni Waagfjörð sem var með fimm rétta.

Tippari vikunnar er Lárus Ástmar Hannesson fyrrverandi formaður LH.

Það að ég taki að mér að vera tippari vikunnar er líkt og ef Siggi vinur minn Sig tæki að sér námskeið í núvitund. Ég veit svona nokkurnveginn hvaða lið eru í efstu 5 sætunum en svo er minn viskubrunnur í þessum fræðum tæmdur. Mín takmarkaða vitneskja um ensku deildina miðast við rauða liðið frá bítlaborginni punktur. En Maggi Ben hefur einstakan sannfæringarkraft. Hann getur talað alla til og gæti líklega talað Kristinn Huga á að kjósa Samfylkinguna svo öflugur er hann.
Það er tvennt í íþróttaheiminum sem á þó stóran sess í minni tilveru þessa dagana. Annað er gengi Stólanna í körfunni og svo að Liverpool nái í fjórða sætið sem nálgast með hverjum leik.

Ég ætla því að láta á þetta reyna og er mín spá eftirfarandi.

 

Arsenal 3-1 Brighton
Ég held pínulítið með Skyttunum þessar vikurnar þó svo frekar hafi fjarað undan hjá þeim að undanförnu.

Aston Villa 2-1 Tottenham Hotspur
Geri það nú bara fyrir Steina vin minn að spá Villa sigrinum svo væri ég alveg til í að Tottenham misstígi sig í þessum leik.

Brentford 4-2 West Ham United
Alltaf gaman að fá mikið af mörkum.

Chelsea 1-1 Nottingham Forest
Flott niðurstaða.

Crystal Palace 0-0 Bournemouth
Hundleiðinlegt markalaust jafntefli.

Everton 3-1 Manchester City
Bara væntingar byggðar á illgirni og engu öðru. Allavega ekki faglegri niðurstöðu miðað við stöðuna.

Leeds United 1-3 Newcastle United
Vona samt að Leeds hafi þetta en þeir eru bara svo agalega lélegir þetta tímabilið.

Leicester City 1-5 Liverpool
Og hana nú….

Manchester United 1-2 Wolverhampton
Byggt á Meistaradeildardraumum mínum fyrir Liverpool. Olíuborni vöðva tappinn í Úlfunum skorar sigurmarkið í uppbótartíma (er hann annars ekki ennþá þar?).

Southampton 2-2 Fulham
Southampton mun spila sinn besta leik á leiktíðinni þó það sé pínu seint.

 

 

Staðan:

Ingibjörg Guðmundsdóttir 7 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar