Tippari vikunnar „Guðbrandur Stígur poppar og fær sér heitt kakó í gula slysavarnaskýlinu sínu“

  • 6. maí 2023
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Kristinn Bjarni Waagfjörð

Þá er komið að þrítugustu og fimmtu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Steindór Guðmundsson sem var með fimm rétta.

Tippari vikunnar er Kristinn Bjarni Waagfjörð dómari og pípari búsettur á Selfossi.

Kristinn er grjótharður Newcastlemaður.

 

Spá Kidda er eftirfarandi:

 

AFC Bournemouth 1-3 Chelsea
Ef Lampard vinnur ekki núna fær hann aldrei starf aftur og saga hans hjá félaginu fer í ruslið.

Manchester City 8-0 Leeds United
Leeds sjá ekki til sólar og tapa stórt.

Tottenham Hotspurs 3-1 Crystal Palace
Óstöðugleiki einkennir þessi lið uppá síðkastið en Spurs vinnur og halda í Evrópu drauminn. Guðbrandur Stígur poppar og fær sér heitt kakó í gula slysavarnaskýlinu sínu.

Wolverhamton 0-2 Aston Villa
Portúgalska landsliðið getur ekkert án Ronaldo og Uni er að gera góða hluti með Villa, Ollie og Traore með sitthvort.

Liverpool 3-2 Brentford
Liverpool vélin er því miður kominn í gang og þeir vinna eftir að hafa lent undir. Klopp nær að verða brjálaður yfir einhverju sem gerðist fyrir þremur árum.

NEWCASTLE UNITED 2-1 Arsenal
Ég hef alltaf verið með soft spot fyrir Arsenal sem mætir nú á erfiðasta útivöll á Englandi í dag og verða án Saliba og því áfram leki í vörninni. Wilson og Isak nýta sér það og endanlega eyðileggja drauminn endanlega. Og ég finn til með Huldu Geirs og Vidda rokk.

West Ham Umited 0-2 Manchester United
Mér langar að gefa West Ham þetta því Man Utd er shite en þeir keyra þessu heim örugglega.

Fulham 1-1 Leicster City
Jafnteflis lykt af þessum! King Mitrovic enn í banni sem hefði verið munurinn á þessum liðum.

Brighton 3-0 Everton
Everton þarf að falla til að rífa sig aftur í gang. Þeir tapa sannfærandi fyrir frábæru liði Brighton.

Nottingham Forest 4-2 Southampton
Alvöru botnbaráttu leikur þar sem jafntefli gerir lítið fyrir bæði lið. Forest vinnur 4-2 í þvælu leik sem býður upp á allt. Rósberg er orðin hooked á pílu sökum lélegs gengi sinna manna.

 

 

Staðan:

Ingibjörg Guðmundsdóttir 7 réttir

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar