Á Kaffistofunni – Dómgæsla í hestaíþróttum

  • 1. febrúar 2021
  • Hlaðvarp
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni - Dómgæsla í hestaíþróttum
Loading
/

Níundi þátturinn af hlaðvarpsþættinum Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið en þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.

Viðmælendur Hjörvars að þessu sinni eru þau Sigríður Pjétursdóttir og Viðar Ingólfsson. Bæði koma þau að flestum ef ekki öllum hliðum hestamennskunnar og eiga það m.a. sameiginlegt að vera íþróttadómarar. Markmið þáttarins var einmitt að ræða dómgæslu í íþróttakeppni og þá sérstaklega nýlokinni keppni í fjórgangi í Meistaradeildinni. Samræður þeirra eru mjög áhugaverðar og lærdómsríkar fyrir alla áhugasama um íþróttakeppni og keppni almennt.

Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta og Sleipnir Hestaflutningar ehf.

Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp