Á Kaffistofunni – Konur sem vinna karla

  • 24. janúar 2021
  • Hlaðvarp
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni - Konur sem vinna karla
Loading
/

Áttundi þátturinn af hlaðvarpsþættinum Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið en þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.

Viðmælendur Hjörvars í þessum þætti eru þær Ragnhildur Haraldsdóttir og Glódís Rún Sigurðardóttir. Þær hafa báðar náð frábærum árangri í hestaíþróttinni og var Ragnhildur útnefnd íþróttaknapi ársins 2020 og Glódís Rún efnilegasti knapi ársins 2020. Þær lifa báðar fyrir hestamennskuna og eyða öllum sínum stundum í það að spá í hestum og hvernig þær geta hámarkað árangur sinn í greininni.

Spjall þeirra við Hjörvar var áhugavert og það er gaman að kynnast þessum afrekskonum betur og heyra þeirra sögu. Þátturinn er nú aðgengilegur á vef Eiðfaxa og á Spotify.

Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta og Ísbúðin Valdís á Hvolsvelli

Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp