Á Kaffistofunni – Fóðrun og Tannheilbrigði

  • 15. febrúar 2021
  • Hlaðvarp
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni - Fóðrun og Tannheilbrigði
Loading
/

Tíundi þátturinn af Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið en þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.

Viðmælendur þáttarstjórnandans síkáta, Hjörvars Ágústssonar, að þessu sinni eru tveir fagmenn á sínu sviði þau Sonja Líndal Þórisdóttir og Einar Ásgeirsson. Í þættinum fræða þau hlustendur um margt það sem viðkemur fóðrun og heilbrigði hrossa og nýta sína menntun og þekkingu til þess.

Einar Ásgeirsson er menntaður hestafræðingur með framhaldsmenntun í fóðurfræði og starfar sem slíkur hjá Fóðurblöndunni, þá er hann einnig alþjóðlegur kynbótadómari hrossa. Sonja Líndal Þórisdóttir er menntaður reiðkennari frá Hólum. Hún er einnig dýralæknir sem sérhæfir sig í hestatannlækningum og starfar við það ásamt því að vera dugleg að miðla þekkingu á því sviði.

Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta, Ísbúðin Valdís og Sleipnir Hestaflutningar ehf.

Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp