Á Kaffistofunni – Gagnasmalinn Pétur Halldórsson

  • 4. október 2021
  • Hlaðvarp
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni - Gagnasmalinn Pétur Halldórsson
Loading
/

Nýjasti þátturinn af Á Kaffistofunni fór í loftið á Hlaðvarpsveitunni Spotify í síðustu viku og er nú orðinn aðgengilegur hér á vef Eiðfaxa.

Í þættinum ræðir þáttarstjórnandinn Hjörvar Ágústsson við ráðunautinn Pétur Halldórsson sem hefur um áratugaskeið verið sýningarstjóri á kynbótasýningum hrossa og á þeim tíma hafa orðið miklar breytingar á allri aðstöðu og flestu öðru því er við kemur kynbótasýningum.

Pétur hefur mikla ástríðu fyrir því sem hann gerir og var spjall þeirra félaga skemmtilegt, fróðlegt og lærdómsríkt og hvetjum við alla hestaáhugamenn að gefa sér tíma til að hlýða á þáttinn.

Pétur að störfum

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp