Á Kaffistofunni – Maður ársins 2022, Hans Þór Hilmarsson

  • 25. janúar 2023
  • Hlaðvarp

Á Kaffistofunni er komið aftur í loftið en að þessu sinni fá strákarnir til sín Hans Þór Hilmarsson, mann ársins, í spjall til sín í nýtt stúdíó í Bankanum vinnustofu.

Hans Þór hefur frá ýmsu að segja en hann rifjar upp eftirminnilegar kynbótasýningar, sögu hans og Lukku frá Stóra-Vatnsskarði, sýninguna hans á Sindra frá Hjarðartúni, tímann þegar hann var á Hólum, kvikmyndaferilinn og margt margt fleira. Strákarnir hringja jafnframt í þá Þórarinn Ragnarsson og Bjarni Jónasson sem hafa frá ýmsu skemmtilegu að segja um hann Hansa.

“Ég er ekkert mjög trúaður, en ég trúi á eitthvað. Ég var í vandræðum með hana þegar það var aðeins rok og það blés framan í hana þá réði ég hvorki hraða né stefnu. Hún hljóp soldið með mig því það er oft rok í Ölfusinu. Það var oft vont að vera á heimleiðinni þegar það var rok í andlitið. Kvöldið áður en ég sýni hana í Hafnarfirðinum þá lá ég á bæn um að það yrði ekki rok, bara góði guð, og það var eins og er oft í Hafnarfirðinum ekki rok,” segir Hans Þór þegar hann rifjar upp sýningu sína á Lukku frá Stóra-Vatnsskarði 

Þættirnir eru í boði; Kemi (www.kemi.is), Dýrabæ (dyrabaer.is) og Hýsi (hysi.is).

Hlusta á Spotify >

Þáttastjórnendur eru Hjörvar Ágústsson, Arnar Bjarki Sigurðsson og Gísli Guðjónsson

 

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp