Á Kaffistofunni – íslenski hesturinn er ævintýri

  • 1. júní 2021
  • Hlaðvarp
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni - íslenski hesturinn er ævintýri
Loading
/

Þrettándi þátturinn af Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið en þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.

Örlítið hlé kom á útgáfu hlaðvarpsþáttanna og er megin ástæða þess sú að verið var að standsetja nýtt stúdíó sem nú er staðsett á Selfossi og heitir Eiðfaxa stúdóið.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Þorvaldur Kristjánsson hestamaður, kynbótadómari og fyrrverandi landráðunautur í hrossarækt. Hann og Hjörvar ræddu ýmislegt er tengist kynbótadómum og hestamennsku almennt. Samræður þeirra eru áhugaverðar og skemmtilegar og eiga allir hestamenn að geta orðið margsfróðari að hlustun lokinni.

Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta, Ísbúðin Valdís og Sleipnir Hestaflutningar ehf.

Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!

Hjörvar og Þorvaldur í Eiðfaxa stúdíóinu

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp