Á Kaffistofunni – Með forvitnina að vopni

  • 22. mars 2021
  • Hlaðvarp
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni - Með forvitnina að vopni
Loading
/

Tólfti þátturinn af Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið en þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.

Gestur Hjörvars að þessu sinni er Mette Mannseth hrossaræktandi og þjálfari að Þúfum í Skagafirði og yfirreiðkennari Háskólans á Hólum. Mette er ein fjölmargra sem féll fyrir íslenska hestinum og hefur helgað honum líf sitt. Hún hefur náð langt í íslandshestamennskunni drifin áfram af forvitni, metnaði og áhuga. Spjall þeirra Hjörvars er ákaflega áhugavert og er hiklaust hægt að mæla með því fyrir alla áhugamenn um hesta og allt þeim tengdum.

Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta, Ísbúðin Valdís og Sleipnir Hestaflutningar ehf.

Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!

 

Mette á Trymbli frá Stóra-Ási á Fjórðungsmóti árið 2017 í Borgarnesi

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp