Á Kaffistofunni – Úr sitthvorri áttinni

  • 26. október 2020
  • Hlaðvarp
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni - Úr sitthvorri áttinni
Loading
/

Annar þátturinn af hlaðvarpsþættinum Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið. Af því tilefni langar okkur sem að þáttunum standa að þakka kærlega fyrir móttökurnar og heillóskirnar sem okkur hafa borist eftir fyrsta þáttinn. Þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.

Viðmælendur Hjörvars að þessu sinni eru þau heiðurshjón Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir afreksknapar, hrossaræktendur, útflutningsaðilar og fleira og fleira. Í þættinum fáum við að kynnast þeim betur og fræðast um þeirra vegferð í hestamennskunni. Þau koma úr sitthvorri áttinni inn í hestamennskuna, Hinrik er úr stórri hestafjölskyldu en Hulda laðaðist að hestum þrátt fyrir að foreldrar hennar hafi ekki verið í hestamennsku. Margar skemmtilegar sögur, sigrar og töp eru rifjuð upp í þessu fróðlega og skemmtilega spjalli.

Við mælum með að hlustendur taki sér tíma til þess að hlusta á þennan fróðlega þátt en hann er aðgengilegur bæði hér á vefsíðu Eiðfaxa sem og á Spotify.

Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta og Ísbúðin Valdís á Hvolsvelli

Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!

Eftirtalin fyrirtæki eru styrktaraðilar þáttarins

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp