Á Kaffistofunni – Fóstbræðurnir frá Hvolsvelli

  • 21. desember 2020
  • Hlaðvarp
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni
Á Kaffistofunni - Fóstbræðurnir frá Hvolsvelli
Loading
/

Sjötti þátturinn af hlaðvarpsþættinum Á Kaffistofunni er nú kominn í loftið en þættirnir eru samvinnuverkefni Arnars Bjarka Sigurðarsonar, Hjörvars Ágústssonar og Eiðfaxa.

Viðmælendur Hjörvars í þessum þætti eru þeir Elvar Þormarsson og Ævar Örn Guðjónsson sem jafnan eru kallaðir fóstbræðurnir. Þeir eru jafnaldrar frá Hvolsvelli og hafa brallað ýmislegt skemmtilegt saman í gegnum tíðina. Þeir eru um margt ólíkir bæði hvað varðar þá sjálfa og þeirra bakgrunn í hestamennsku.

Fróðlegt er að heyra þá segja frá ýmsu úr þeirra lífi auk þess að margar skemmtilegar sögur fylgja. Þá sendu hlustendur inn spurningar sem þeir voru spurðir að.

Gaman er að segja frá því að aukaþáttur af Á Kaffistofunni mun birtast á milli jóla og nýárs þar sem við sem að þættinum koma setjumst niður saman og rennum yfir margt að því helsta sem gerðist í ár og ræðum okkar á milli

Góðar hugmyndir verða ekki að veruleika nema með stuðningi góðra aðila. Helstu styrktaraðilar þáttarins eru; KEMI, Vagnar & Þjónusta og Ísbúðin Valdís á Hvolsvelli

Logo þáttarins hannaði Marta Gunnarsdóttir!

Nýjasta tölublað

Fleiri Hlaðvörp