Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Jón Kristófer Sigmarsson

  • 1. janúar 2021
  • Fréttir
Sautjánda umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Gleðilegt ár kæru lesendur,

Þá er komið að sextándu umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.
Í síðustu umferð var það Ólafur Ásgeirsson sem var með fjóra rétta, en tveimur leikjum í þeirri umferð var frestað svo en er möguleiki á fimm réttum hjá Óla.

 

Tippari vikunnar er Jón Kristófer Sigmarsson hrossabóndi á Hæli í Húnavatnssýslu.

 

Spá Jonna er eftirfarandi:

 

Everton 1-0 West Ham United föstudag kl 17:30
Gylfi skorar úr vítaspirnu

Manchester United 2-0 Aston Villa föstudag kl 20:00
Fernandes skorar 2

Tottenham 0-0 Leeds United laugardag kl 12:30
Ekkert skorað hér

Crystal Palace 1-0 Sheffield United laugardag kl 15:00
Saha skorar

Brighton & Hove Albion 1-2 Wolverhampton laugardag kl 17:30
Portugalska herliðið hja Wolves græjar þetta.

West Bromwich Albion 1-3 Arsenal laugardag kl 20:00
Nú stígur Arsenal upp og skorar 3

Burnley 1-1 Fulham sunnudag kl 12:00
Bæði liðin jafn léleg.

Newcastle United 1-2 Leicester City sunnudag kl 14:15
Klárlega.. Vardy græjar þessa með snöggu upphlaupi.

Chelsea 1-1 Manchester City sunnudag kl 16:30
Erfiður leikur að spa í, bæði liðin eiga frábæra leiki og stundum afleita, ef hægt er að tvítryggja þa veðja ég á Chelsea, annars jafntefli.

Southampton 0-1 Liverpool mánudag kl 20:00
Mane potar inn einu með tánni eins og Ian Rush var frægur fyrir a sínum tima með Liverpool.

Staðan:

Þórir Örn Grétarsson 7 réttir

Jón Árnason 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Sigurbjörn Eiríksson 4 réttir

Jón Þorberg Steindórsson 4 réttir

Ólafur Ásgeirsson 3 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson 2 réttir

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar