Tippari vikunnar Tippari vikunnar – Jón Þorberg Steindórsson

  • 26. desember 2020
  • Fréttir
Fimmtánda umferð ensku úrvaldsdeildarinnar hefst í dag.

Þá er komið að fimmtándu umferð Tippara vikunnar, í boði Sport og Grill Smáralind.
Í síðustu umferð var það Sigurbjörn Eiríksson sem var með fjóra rétta.

Tippari vikunnar er Jón Þorberg Steindórsson hrossabóndi og formaður Gæðingadómarafélags Íslands.

 

Spá Begga er eftirfarandi:

 

Leicester City 2-0 Manchester United laugardag kl 12:30
United fær ekki víti og skorar ekki í þessum leik, Harry Maguire mætir til leiks í krummafæti og Lindelöf hefur enga getu til þess að taka á því vandamáli, Vardy og Maddison með mörkin.

Aston Villa 1-0 Crystal Palace laugardag kl 15:00
Roy Hodgson er enn að klóra sér eftir tapið í síðustu umferð á móti LFC og heldur því áfram eftir þennan leik, El-Ghazi setur hann fyrir Villa.

Fulham 0-2 Southampton laugardag kl 15:00
Southampton óheppnir á móti Shittý í síðustu umferð en vinna þennan

Arsenal 1-0 Chelsea laugardag kl 17:30
Valdi Óla er búinn að senda Arteta jakka og hann mætir í honum til leiks.
Þetta slær Lampard og hans menn algjörlega úr jafnvægi og þeir ná sér ekki á strik þann daginn frekar en Finnbogi Geirsson.
Arsenal vinnur þennan óvænt. Treysti mér ekki til þess að nefna markaskorara hjá Arsenal enda hefur ekki verið þar um auðugan garð að gresja.

Manchester City 0-0 Newcastle United laugardag kl 20:00
Steve Bruce hefur látið Símon svila minn og fleiri stuðningsmenn Newcastle dreyma og nær í eitt stig með leikkerfinu 1-10-0 í leiðindaleik og alla dreyma áfram.

Sheffield United 0-1 Everton laugardag kl 20:00
Litla liðið í Liverpool nær að merja sigur í þessum leik. Ekkert meira um það að segja enda tvö lið hér sem ekki eiga sér merka sögu og eru með tóma skápa.

Leeds United 2-1 Burnley sunnudag kl 12:00
Minn maður Bielsa sest á gott kælibox á hliðarlínunni og stýrir sínum mönnum til sigurs. Bamford með 2.

West Ham United 0-1 Brighton & Hove Albion sunnudag kl 14:15
Brighton nær að læða inn sigurmarki undir lok leiks og Moyes býður Graham Potter ekki upp á tebolla eftir leik.

Liverpool 3-0 West Bromwich Albion sunnudag kl 16:30
Mínir menn komnir á skrið og vinna þennan leik auðveldlega.
Stóri – Sam mætir með gamla búnaðinn í eyranu en eftir 15 mín. leik kemst hann að því að hans hundtryggi aðstoðarmaður Sammy Lee var ekki búinn að skipta um rafhlöður frá því í síðasta giggi hjá þeim og missir samband. Eftir það hrynur leikur WBA og LFC vinnur þetta nokkuð létt.

Wolverhampton 3-1 Tottenham sunnudag kl 19:15
Stígur í Stíghúsi hringdi í Mourinho eftir tapið á móti LFC í þarsíðustu umferð, eftir um hálftíma hárblástur frá Stíg opnaði Móri loks munninn og sagði “ no speak english, but Eyrarbakki is a beautiful place“ og lagði á.
Úrslitin hafa talað sínu máli og þriðja tap Tottenham í röð í deildinni verður að veruleika eftir þennan leik.

 

Staðan:

Jón Árnason 6 réttir

Þórir Örn Grétarsson 6 réttir

Ingibjörg Guðmundsdóttir 6 réttir

Eiríkur Jónsson 6 réttir

Ragnhildur Loftsdóttir 6 réttir

Steindór Guðmundsson 5 réttir

Guðmundur Arnarsson 5 réttir

Ágúst Sigurðsson 5 réttir

Flosi Ólafsson 4 réttir

Sigurður Örn Ágústsson 4 réttir

Sindri Sigurðsson 4 réttir

Sigurbjörn Eiríksson 4 réttir

Finnbogi Geirsson 2 réttir

Guðbrandur Stígur Ágústsson 2 réttir

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar