Var snillingur á harmonikku

  • 18. október 2021
  • Fréttir
Yngri hliðin - Thelma Dögg Tómasdóttir

Yngri hliðin heldur áfram að kynnast framtíðar hestafólki landsins. Sigrún Högna Tómasdóttir var síðust til að svara og skoraði hún á systur sína Thelmu Dögg Tómasdóttur sem tók að sjálfsögðu áskoruninni.

Hér fyrir neðan má finna svör Thelmu sem og nafn þess sem hún skorar næst á að sýna á sér hina hliðina en hver það er kemur í ljós neðst í fréttinni.

 

Fullt nafn? Thelma Dögg Tómasdóttir

Gælunafn? Thelma

Hestamannafélag? Smári

Skóli? Stunda nám við Háskólann á Hólum

Aldur? 21

Stjörnumerki? Vog

Samskiptamiðlar? Facebook, Instagram og Snapchat

Uppáhalds drykkur? Rauður Collab

Uppáhaldsmatur? Nautalund sem mamma gerir

Uppáhalds matsölustaður? Kaffi Mika

Uppáhalds sjónvarpsþáttur? Love Island og Bachelor elska þætti sem er mikið drama

Uppáhalds tónlistarmaður? Hef engann einn uppáhalds en hlusta mikið á rokk

Fyndnasti Íslendingurinn? Lárus Ágúst Bragason sem kenndi mér sögu í FSU hann er algjör meistari

Uppáhalds ísbúð? Huppa

Kringlan eða Smáralind? Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn? Mars, Þrist, Daimkurl og súkkulaði sósu

Þín fyrirmynd? Hef nokkrar það eru Aðalheiður Anna, Mette Moe Mannseth og Jakob Svavar

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt? Þeir sem eru fyrir ofan mig þegar ég lendi í öðru sæti sem gerist frekar oft

Sætasti sigurinn? Fimmgangur á Reykjavíkurmótinu 2020 þá náði ég fyrsta sæti.  Fannst líka ótrúlega gaman að keppa á Laxnes frá Lambanesi í Meistaradeild æskunnar þar sem við náðum 1 sæti .

Mestu vonbrigðin? Að hafa ekki verið valin í landsliðið til að fara á HM 2019… það var skandall

Uppáhalds lið í íslenska boltanum? Er fótbolti á Íslandi?

Uppáhalds lið í enska boltanum? Fylgist ekkert með þessu

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju? Væri alveg til í að eiga Álfaklett það er algjör gæðingur

Efnilegasti hestamaður/kona landsins? Sigrún Högna

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi? Jóhann kærasti minn hann er ekki beint hestamaður, hann er hestasveinn

Uppáhalds hestamaðurinn þinn? Vignir Sigurólason

Besti knapi frá upphafi? Aðalheiður, Mette og Jakob frábærir knapar

Besti hestur sem þú hefur prófað? Bósi og Marta frá Húsavík fara klárlega á þann lista ásamt Kveik og Ölni

Uppáhalds staður á Íslandi? Víðiholt fyrir norðan hjá ömmu og afa

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa? Spila candy crush

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum? Nei

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla? Stærfræði er hrikalega léleg í því

Í hverju varstu bestur/best í skóla? Var lúmsk góð í dönsku en gæti samt ekki bjargað mér á henni í dag

Vandræðalegasta augnablik? Þegar ég steig út úr bílinum mínum fyrir utan verslun í hálku og rann eiginlega undir bílinn. Það voru vandræðalega mörg vitni að þessu

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju? Jóhann því hann kann allt, Dagbjörtu Skúladóttur til að halda uppi stemmaranum og síðan Sigrúnu til að taka danssporin með

Sturluð staðreynd um sjálfan þig? Var snillingur á harmonikku í den

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju? Jakob Svavar frábært eintak og geggjaður kennari

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndir þú spyrja? Guð geturu gert mig að milljónamæringi?

Ég skora á Dagbjörtu Skúladóttur

 

Yngri hliðin – Sigrún Högna Tómasdóttir

Yngri hliðin – Védís Huld Sigurðardóttir 

Yngri hliðin – Kristján Árni Birgisson

Yngri hliðin – Glódís Rún Sigurðardóttir

Yngri hliðin – Jóhanna Guðmundsdóttir

Yngri hliðin – Hákon Dan Ólafsson

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar