Föstudagspistill Hinna Sig

  • 27. nóvember 2020
  • Fréttir

Góðan föstudag.

Það er risahelgi framundan fyrir okkur hestamenn.

En að efni dagsins, það er föstudagur og mig langar að segja ykkur frá biblíunni minni þegar kemur að þjálfun og reiðmennsku.

Smá bókmenntafræðsla, en það að sækja sér innblástur er eitt af stóru lykilatriðunum til þess að halda áhuganum og orkunni upp í því sem við erum að gera.

Nú er auðvitað hægt að sækja innblástur með því að gúgla, eða fara á jútúb og skoða myndir, texta og myndbönd af því sem okkur þykir mikð til koma. Það er alveg ótrúlegt orkuspark í afturendann að lesa myndrænan og góðan texta um það sem við höfum áhuga á, og eftir slíkan lestur langar manni að fara út að æfa sig í hvelli, og er oft með skýra mynd af því sem maður vill ná fram í kollinum sem gerir þjálfunina létta.

Biblían mín, ein allra besta bók sem ég tel af hafi verið skrifuð um reiðmennsku heitir Dressage with Kyra Kirklund. Og mér finnst að hún eigi að verða skyldueign allra hestamanna.

Kyra er að mínu viti einn alflinkasti hestamaður í heimi, og á ótrúlega auðvelt með að útskýra flókna hluti á mannamáli. Hún er semsagt risastór fyrirmynd fyrir marga eins og mig sem eyða meira og minna öllum vakandi mínútum sólahringsins í að pæla í reiðkennslu og aðferðum við hana.

Ég ætla að gera smá þýðingu hér á fyrstu setningum bókarinnar sem fjalla um samskipti manns og hests:

,,Ef þú hittir Japana, og þú kannt bara að tala íslensku er það töluvert erfiður startpunktur á sameiginlegum skilningi. Jafnvel þó þú hækkir róminn  meira og meira þangað til þú ert farinn að öskra, verður þú ekkert meira skiljanleg(ur) á meðan þú talar bara íslensku. Það eina sem kemur út úr því er að þú ert með reiðan og hræddan Japana sem skilur enn ekkert af því sem þú ert að reyna að segja!“

Þetta dæmi má mjög léttilega heimfæra yfir á samskipti manns og hests. Í byrjun eiga þeir ekki neitt sameiginlegt tjáningarkerfi, en knapinn getur búið til eigið ”tungumál” með hestinum sínum sem báðir skilja með því að kenna hestinum að bregðast á vissan hátt við einhverjum merkjum/ábendingum. Þessar ábendingar þurfa að vera skýrar, einfaldar og léttar að skilja og með þjálfun á knapinn að læra að stjórna og fínstilla þær.

Hesturinn á hinn bóginn gefur líka fullt af ábendingum sem sýna stemninguna í hestinum og skapgerð. Þær þarf knapinn að læra að lesa til þess að aðlaga ábendingakerfið sitt til þess að hesturinn skilji hvað hann vill.

”Tungumálið” á að byggjast upp á nokkrum grunnábendingum- grunnbókstöfum sem síðan þróast og byggist ofan á í takti við þjálfunina og verður að samsetningu bókstafa og smám saman geta myndað mismunandi ”orð” það er að segja flóknari ábendingar.”

Þessi kafli hefur haft alveg geggjuð áhrif á mig sem þjálfara bæði fyrir hestana mína og nemendur og ég vill hvetja ykkur öll til þess að skoða vel hvernig tungumálið ykkar er.

Bara, ef það kemur upp vandamál og hesturinn svarar ekki er það nánast alltaf vegna þess að hann skilur ekki, EKKI BYRJA AÐ GARGA, heldur gerður þig skiljanlega(n).

 

Um helgina er landsþing Landssambands Hestamannafélaga. Það er heilmikið sem á að vinna um helgina þar, og þingið er haldið á netinu í fyrsta skipti. Þetta eru nýjir tímar með nýjum lausnum og ég óska þingfulltrúum okkar góðs þings, og ég vona innilega að það verði uppbyggilegt og öllum hestamönnum til framdráttar.

Ríðið vel og gott þing sem þar sitjið J

Over and out Hinni Sig

Föstudagspistill 20.nóvember

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar